Katrín fundar með Selenskí Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. maí 2023 09:05 Forseti Úkraínu verður á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki. Getty/Yan Dobronosov Volodomír Selenskí, Úkraínuforseti, verður gestur á leiðtogafundi Norðurlandanna í Helsinki í dag og mun jafnframt eiga tvíhliða fund með Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra Íslands. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira
Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. Segir þar að á fundinum verði rætt um áframhaldandi stuðning Norðurlandanna við Úkraínu vegna innrásarstríðs Rússlands, umsókn Úkraínu um aðild að Evrópusambandinu og Atlantshafsbandalaginu og hvernig stuðla megi að friði og hefja efnahagsuppbyggingu í landinu. Ræða varnarmál Finna sérstaklega Selenskí mætir til Finnlands í boði Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Hyggjast forsetarnir funda og ræða öryggismál landanna tveggja og samskipti þeirra á milli. Að því loknu munu þeir halda sameiginlegan blaðamannafund. Finnar eru nýgengnir í NATO en þeir sóttu um aðild að sambandinu í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Fundurinn er hinn fyrsti sem Finnar eiga með hinum Norðurlöndunum og Úkraínumönnum sem fullgildir meðlimir bandalagsins. Þá mun Selenskí snæða hádegisverð með Sönnu Marín, forsætisráðherra Finnlands og utanríkisráðherra Pekka Haavisto auk þess sem hann mun hitta forseta finnska þingsins Petteri Orpo. Halda sameiginlegan fund Síðdegis mun Selenskí hitta leiðtoga norðurlandanna á sérstökum fundi. Þar verða forsætisráðherrar landanna. Í tilkynningu frá finnska forsetaembættinu kemur fram að á fundinum verði innrás Rússa í Úkraínu sérstaklega rædd og áframhaldandi stuðningur Norðurlanda við Úkraínu og samband landsins við Evrópusambandið og NATO. Að fundinum loknum munu ráðherrarnir halda sameiginlegan blaðamannafund með forsetanum. Þá taka við tvíhliða fundir forsetans með ráðherrunum, meðal annars Katrínu Jakobsdóttur. Hitti Selenskí síðast í mars Katrín hitti Selenskí síðast í heimsókn sinni til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu ásamt Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur. Sagðist Katrín meðal annars hafa rætt við Selenskí um leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn er í Reykjavík um miðbik maí. Vel fór á með Katrínu og Selenskí í Kænugarði í mars sem skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um samstarf ríkjanna. Katrín og Þórdís Kolbrún greindu meðal annars frá því hvernig áframhaldandi stuðningi Íslands sem herlausrar þjóðar við Úkraínu yfir á þessu ári. Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er á vettvangi og flytur fréttir af heimsókn Selenskí til Finnlands í allan dag.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Íslendingar erlendis Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Innlent Fleiri fréttir Rýna og rótargreina mistök við mokstur og hálkuvarnir „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Sjá meira