Dregur úr frelsi fjölmiðla um allan heim Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 3. maí 2023 07:49 Víðast hvar virðist fjölmiðlafrelsi vera á undanhaldi. Paul Zinken/Getty Images Fjölmiðlar eiga undir högg að sækja í fleiri ríkjum nú um stundir en nokkru sinni áður ef marka má árlega skýrslu um frelsi fjölmiðla. Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland. Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira
Skýrsluhöfundar segja að á síðasta ári hafi staðan verið grafalvarleg þegar kemur að fjölmiðlafrelsi í þrjátíu og einu landi. Sú tala hefur aldrei verið hærri og fjölgar löndunum sem beita fjölmiðla ýmisskonar þvingunum um tíu á aðeins tveimur árum. Aukinn þrýstingur frá stjórnvöldum í garð fjölmiðla, upplýsingaóreiða og áróður hefur þrengt stöðuna fyrir fjölmiðla víða um heim segja skýrsluhöfundar, en skýrslan er unnin af samtökunum Fréttamenn án landamæra. Í dag er alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis og er hann nú haldinn hátíðlegur í þrítugasta sinn. En skýrslan sýnir glöggt að víða er pottur brotinn. Þannig er ástandið sagt slæmt í sjö af hverjum tíu löndum heimsins en viðunandi í aðeins þremur af hverjum tíu. Þá segja Sameinuðu þjóðirnar að áttatíu og fimm prósent jarðarbúa búi á svæðum þar sem dregið hafi úr frelsi fjölmiðla á síðastliðnum fimm árum. Skýrslan tekur til 180 landa og svæða og leggur mælistiku á möguleika fréttafólks til að segja fréttir án þrýstings frá ríkinu og án þess að þurfa að óttast um heilsu sína. Ísland niður um þrjú sæti Þegar litið er til Íslands segja skýrsluhöfundar að þar halli aðeins undan fæti. Ísland lendir í átjánda sæti þegar kemur að fjölmiðlafrelsi af löndunum 180 en var í fimmtánda sæti í fyrra. Í umsögn segir að á Íslandi sé lagaumhverfi fjölmiðlum hliðhollt auk þess sem almenningur beri traust til fjölmiðlanna. Viðmælendur skýrsluhöfunda segja þó að frá árinu 2020 hafi róðurinn þyngst, ekki aðeins vegna smæðar markaðarins og minnkandi auglýsingatekna, heldur er einnig vísað í herferð Samherja gegn blaðamönnum sem fjölluðu um spillingarmáli fyrirtækisins í Namibíu. Efstu sætin þegar kemur að fjölmiðlafrelsi skipa hinsvegar hin Norðurlöndin og Írland.
Fjölmiðlar Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Sjá meira