Tímabært að dusta rykið af þyrluumræðunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 2. maí 2023 18:29 Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir ekkert til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki semji við viðbragðsaðila. Pétur Pétursson slökkviliðsstjóri í Árnessýslu segir tímabært að dusta rykið af umræðu um sjúkraþyrlur. Alltaf sé til bóta þegar fólki er komið fyrr undir hendur heilbrigðisstarfsfólks þegar neyðartilvik koma upp. Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum. Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Pétur var gestur hjá Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Tilefnið er umræða um neyðarviðbragð eftir að tónlistarmaðurinn Hjörtur Howser varð bráðkvaddur við Gullfoss þann 24. apríl. Klukkutími leið frá því að hringt var í Neyðarlínuna þar til sjúkrabíll kom á vettvang. Pétur segir að dusta ætti rykið af umræðunni um sjúkraþyrlur, léttar og sérútbúnar þyrlur sem virka sem sjúkrabílar í loftinu. Einnig að brýnt sé að starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja hafi skyndihjálparmenntun og kunni á hjartastuðtæki. „Margir hafa sett upp hjá sér hjartastuðtæki og skyndihjálpartæki en það þarf ákveðna kunnáttu á það,“ segir Pétur. Rauði krossinn og Landsbjörg séu einnig sífellt að benda fólki á að læra skyndihjálp til að kunna að bregðast við ef einhverja vá ber að höndum. Þá sé ekkert því til fyrirstöðu að ferðaþjónustufyrirtæki geri samninga við viðbragðsaðila og greiði fyrir það sjálfir. „Þetta snýst yfirleitt um peninga og vilja og strandar mjög oft á því,“ segir Pétur. Lengra í hjálp í dreifbýli Pétur segir það skipta borgaranna mjög miklu máli að neyðarviðbragðið sé snögg. Sjúkraflutningar og lögggæsla sé á ábyrgð ríkisins en slökkvilið á ábyrgð sveitarfélaganna. „Ef þú ert kominn út fyrir þéttbýliskjarna þá er lengra í hjálp,“ segir Pétur um stöðuna hér á landi. „Við getum öll verið sammála um að það mætti auka viðbragð á fjölmennum ferðamannastöðum eins og Gullfossi og Geysi.“ Nýtist það bæði erlendum ferðamönnum sem og Íslendingum.
Slökkvilið Slysavarnir Reykjavík síðdegis Sjúkraflutningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00 Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Andlát Hjartar skýrt merki um að neyðarþjónustu vanti við Gullfoss Leiðsögumaður, sem varð vitni að andláti tónlistarmannsins Hjartar Howser og veitti honum fyrstu hjálp, segir neyðarþjónustu við Gullfoss og Geysi, vinsælustu ferðamannastaði landsins, til skammar. Tæp klukkustund leið frá því að hann hringdi á Neyðarlínuna eftir að Hjörtur hneig niður og þar til sjúkrabíll kom á vettvang. 1. maí 2023 07:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent