Aðalsóknarfundur Digraneskirkju kærður til úrskurðarnefndar Kirkjuþings Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. maí 2023 09:12 Vísir/Vilhelm Jón Svavarsson, sóknarbarn í Digranessókn, hefur sent úrskurðarnefnd Kirkjuþings ítrekun á kæru vegna kosningar sóknarnefndar Digraneskirkju á aðalsafnaðarfundi þann 18. apríl síðastliðinn. Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða. Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Í erindi sínu, sem stílað er á Elsu Sigurlaugu Þorkelsdóttur, formann úrskurðarnefndarinnar, segir að umboð sem lögð voru fram á fundinum fyrir kosningu hafi verið ólögleg. Þá segist Jón vilja kæra aðkomu Bryndísar Möllu Elídóttur, prófasts í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, „þar sem hún hafði óviðeigandi aðkomu að kosningunum með að staðfesta þennan ólöglega gjörning og er það krafa mín að prófastur verði áminntur um það athæfi“. Jón krefst þess að kæran verði tekin til skoðunar tafarlaust og efnt til „löglegra kosninga“. Við inngang á þann kjörfund liggi fyrir kjörskrá „löglegra safnaðarbarna Digraneskirkju“, sem prófastur hafi synjað um fyrir síðasta aðalfund. Frávísanir kærðar til umboðsmanns Alþingis Jón var einn af þeim sem bauð sig fram í sóknarnefnd en var hafnað. Hann er stuðningsmaður Gunnars Sigurjónssonar, fyrrverandi sóknarprests í Digraneskirkju, sem var látin hætta störfum eftir að óháð teymi Þjóðkirkjunnar komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði brotið gegn samstarfskonum sínum. Í pósti sem Jón sendir á biskup, fjölmiðla og fleiri segir hann að kosningin á aðalfundinum hafi verið kærð til dómsmálaráðuneytisins, biskupsstofu, úrskurðarnefndar Kirkjuþings, prófasts, safnaðarstjórnar Digraneskirkju og sóknarprests. Dómsmálaráðuneytið og biskup hafi svarað með frávísun en þær frávísanir hafi verið kærðar til umboðsmanns Alþingis. Ljóst var á fyrrnefndum aðalfundi að tvær fylkingar tókust á; stuðningsmenn Gunnars og aðrir sem sögðust í samtali við Vísi vilja horfa fram á veginn. Síðarnefndi hópurinn mætti með nokkurn fjölda umboða, sem tekin voru til greina við kosningu nýrrar sóknarnefndar. Í atkvæðagreiðslunni var frambjóðendum úr hópi stuðningsmanna Gunnars, sem fráfarandi formaður sóknarnefndar gerði tillögu um, hafnað með miklum meirihluta atkvæða.
Átök í Digraneskirkju Kópavogur Þjóðkirkjan Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira