Ekki er ýkja langt síðan forráðamenn Leeds ákváðu að sparka Jesse Marsch, arftaka Marcelo Bielsa. Hinn bandaríski Marsch átti ekki alveg upp á pallborðið hjá stuðningsfólki liðsins en fékk þó leyfi til að sækja hvern Bandaríkjamanninn á fætur öðrum.
Hann var á endanum látinn fara í upphafi febrúar og þann 21. sama mánaðar var Gracia ráðinn þjálfari liðsins. Sá þekkir ágætlega til ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa stýrt Watford frá 2018 til 2019.
Árangur Leeds í apríl hefur hins vegar verið mikið áhyggjuefni og þá helst hversu mörg mörk liðið fær á sig. Arsenal og Bournemouth skoruðu fjögur, Crystal Palace skoraði fimm og Liverpool skoraði sex.
BREAKING: Leeds considering SACKING manager Javi Gracia - just 10 weeks after he replaced Jesse Marsch
— MailOnline Sport (@MailSport) May 1, 2023
@dpcoverdale https://t.co/bpUfUNnFDn pic.twitter.com/o4AMJ3Lsdo
Það virðist sem tapið gegn Bournemouth hafi verið kornið sem fyllti mælinn. Hvort einhver sé tilbúinn að taka við Leeds í dag er svo annað mál en síðustu fjórir leikir tímabilsins eru gegn Manchester City, Newcastle United, West Ham United og Tottenham Hotspur.
Leeds United er í 16. sæti, stigi fyrir ofan fallsæti.