Skoruðu sigurmarkið í hinum margfræga „Fergie-tíma“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. apríl 2023 12:31 Man United kom til baka gegn Aston Villa. Charlotte Tattersall/Getty Images Kvennalið Manchester United heldur svo sannarlega í gömlu góðu gildin sem gerðu karlalið félagsins jafn sigursælt og raun bar vitni. Liðið tvívegis undir gegn Aston Villa á útivelli en tókst á einhvern undraverðan hátt að snúa dæminu sér í vil og tryggja sér dramatískan 3-2 sigur með marki í uppbótartíma. Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira
Man United er í harðri baráttu um Englandsmeistaratitilinn sem og liðið er komið í úrslit ensku bikarkeppninnar. Mikið afrek fyrir lið sem var ekki sett á laggirnar í núverandi mynd fyrir nema fimm árum síðar. Þá gekk liðið í gegnum töluvert af breytingum fyrir yfirstandandi leiktíð. Toppliðið heimsótti Birimingam á laugardag og mætti þar Aston Villa. Í tvígang kom Rachel Daly, framherjinn sem var áður vinstri bakvörður, heimaliðinu yfir en hún reyndist vörn Man Utd erfiður ljár í þúfu í leiknum. Gestirnir frá Manchester létu það ekki á sig fá og jöfnuðu metin tvívegis, fyrst Leah Galton og svo Nikita Parris. Það stefndi í 2-2 jafntefli þegar líða fór á leikinn en staðan var enn jöfn þegar venjulegum leiktíma var lokið. Það var ekki fyrr en á þriðju mínútu uppbótartíma sem Millie Turner skilaði aukaspyrnu Katie Zelem í netið og gestirnir ærðust af fögnuði. SCENES! #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/0l5EnvLuF8— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Segja má að liðið hafi haldið í gildin sem gerðu bestu lið Sir Alex Ferguson að því óstöðvandi afli sem þau voru. Þau neituðu að gefast upp. Þá hjálpaði að fá góðan uppbótartíma til að tryggja sigurinn. Var það kallað „Fergie time“ eða „Fergie-tími.“ Var hugmyndin sú að Man United fengi einfaldlega eins mikinn uppbótartíma og þyrfti til að skora sigurmark í leikjum. What a night, what a feeling #MUWomen || #WSL pic.twitter.com/6VMxbCqscV— Manchester United Women (@ManUtdWomen) April 28, 2023 Fergie time pic.twitter.com/wU4OKYI5xP— Millie Turner (@MillieTurner_) April 29, 2023 Þökk sé sigurmarki Turner í gær er Man United nú með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sætinu með leik til góða og þá er Chelsea sjö stigum á eftir toppliðinu með þrjá leiki til góða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Sjá meira