„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 19:18 Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum segir rannsóknir sýna fram á að í löndum þar sem tekin hefur verið upp afglæpavæðing sé fólk líklegra til að hringja á aðstoð í alvarlegum tilfellum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk. Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk.
Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26