„Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 28. apríl 2023 19:18 Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum segir rannsóknir sýna fram á að í löndum þar sem tekin hefur verið upp afglæpavæðing sé fólk líklegra til að hringja á aðstoð í alvarlegum tilfellum. Vísir/Arnar Halldórsson Sérfræðingur í skaðaminnkun segir löggjöf sem er í gildi draga úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar varðandi afglæpavæðingu neysluskammta. Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk. Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Málefni fólks með fíknivanda hafa verið til umfjöllunar undanfarna daga en fréttir af fjölmörgum dauðsföllum vegna ofskömmtunar meðal ungs fólks síðustu vikur hafa vakið óhug í samfélaginu. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar Lagt er til að stofnuð verði flýtimóttaka, aðgengi verði tryggt að gegnreyndri lyfjameðferð, neyðarlyfið Naloxon verði ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verði eflt með aukinni fræðslu, forvörnum og heilsueflingu. „Kallar á að allt samfélagið taki höndum saman“ Heilbrigðisráðherra segir að þegar verði hafist handa við að efla þau úrræði sem eru til staðar og jafnframt vinna að nýjum úrræðum. Á dögunum boðaði Heilbrigðisráðherra þjóðarátak og í dag lagði hann fram tillögur á ríkistjórnarfundi um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar.Vísir/Einar „Það kallar á aukna fjármuni í þetta verkefni. Við förum þegar af stað í það, sameiginlega, vegna þess að þetta kallar á að allt samfélagið taki höndum saman,“ segir Willum Þór Þórsson. Mikilvægt inngrip að afglæpavæða neysluskammta Í gær var greint frá því að heilbrigðisráðherra ætlaði sér ekki að leggja fram frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta líkt og áður hafði verið boðað. Hann segist frekar munu leggja áherslu á skaðaminnkandi úrræði. Þetta orðalag hefur verið gagnrýnt og segir sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum, að afglæpavæðing sé skaðaminnkandi aðferð sem auki öryggi fólks til muna. Rannsóknir sýna að fólk sem notar vímuefni, sérstaklega ólögleg vímuefni, veigri sér við að hringja eftir viðbragðsaðstoð í alvarlegum tilfellum eins og þegar ofskömmtun á sér stað, vegna ótta við neikvæðar afleiðingar sem geta fylgt löggjöfinni. „Þegar um ofskömmtun er að ræða þá skiptir hver sekúnda máli,“ segir Svala Jóhannesdóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun hjá Matthildarsamtökunum. „Við megum ekki vera með löggjöf eins og er í dag sem dregur mögulega úr líkum á að fólk hringi eftir viðbragðsþjónustu. Þess vegna er mjög mikilvægt inngrip að fara að afglæpavæða neysluskammta til þess að auka líkur á að allir í landinu hafi aðgengi að viðbragsþjónustu.“ Heilbrigðisráðherra segir ekki samstöðu innan ríkistjórnarinnar um þetta málefni. Hann segist þó ætla að taka upp samstarf við dómsmálaráðherra um samræmt verklag lögreglu og heilbrigðisþjónustu. „Um hvernig megi breyta reglum eða fyrst og fremst tryggja það að við séum að þjónusta fólk eins og við raunverulega erum að gera. Formgera það verklag. Það er kannski það sem við ættum að segja að sé afglæpavæðing,“ segir Willum. Við erum fyrst og fremst að leggja áherslu á þjónustu við fárveikt fólk.
Fíkn SÁÁ Heilbrigðismál Tengdar fréttir 170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
170 milljónir settar í aðgerðir vegna ópíóðafaraldurs Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt. 28. apríl 2023 14:26