Innlent

Kol­brún sjálf­kjörin for­maður BHM

Kjartan Kjartansson skrifar
Kolbrún Halldórsdóttir verður sjálfkjörin á aðalfundi BHM í næsta mánuði.
Kolbrún Halldórsdóttir verður sjálfkjörin á aðalfundi BHM í næsta mánuði. BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna, er nýr formaður BHM. Framboðsfrestur rann út á miðvikudag og skilaði Kolbrún ein inn framboði. Hún verður því sjálfkjörin formaður á aðalfundi sem verður haldinn í næsta mánuði.

Friðrik Jónsson ákvað að gefa ekki kost á sér til endurkjörs en hann hefur verið formaður BHM frá því í maí 2021.

Kolbrún hefur verið formaður Félags leikstjóra á Íslandi. Hún sat á þingi fyrir Vinstri græn frá 1999 til 2009. Eftir að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk í kjölfar efnahagshrunsins varð hún umhverfisráðherra í minnihlutastjórn Vinstri grænna og Samfylkingarinnar frá febrúar til maí 2009. Hún náði ekki sæti á Alþingi í kosningum þá um vorið og var varaþingmaður flokksins árið 2010.

Formaður BHM er kjörinn til tveggja ára í senn. Aðalafundurinn þar sem formaðurinn er formlega kjörinn fer fram 25. maí. BHM eru heildarsamtök 27 aðildarfélaga með yfir sautján þúsund félaga.


Tengdar fréttir

Kolbrún ætlar sér formannsstólinn hjá BHM

Kolbrún Halldórsdóttir, varaformaður BHM, fyrrverandi ráðherra og leikstjóri, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formanns BHM. Friðrik Jónsson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til endurkjörs.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.