Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2023 19:18 Frá glugga á umræddri íbúð. Ekki hefur verið búið í íbúðinni síðan 2020. Vísir/Arnar Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“ Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
55. grein laga um fjöleignarhús kveður á um að gerist eigandi eða íbúi í fjölbýli sekur um „gróf eða ítrekuð“ brot gegn skyldum sínum gagnvart öðrum íbúum í húsinu geti húsfélagið hreinlega rekið hann burt, látið hann selja íbúðina sína. Og það þarf mikið til að greininni sé beitt. En það var einmitt gert í nýföllnum dómi sem varðar íbúðina sem sést í innslaginu hér fyrir ofan og á meðfylgjandi myndum. Konan sem á hana hefur ekki búið í húsinu síðan 2020 en aðrir íbúar höfðu ítrekað kvartað undan miklu sorpi sem konan hafði safnað. Megna ólykt lagði af sorpinu svo „bókstaflega ólíft“ var í sameign, að því er fram kemur í dómi. Þá hafi kettir gert sig heimakomna í íbúðinni og skordýr einnig hreiðrað um sig. Sigurður Orri Hafþórsson, lögmaður Húseigendafélagsins.Vísir/Arnar Mannlegur harmleikur Húsfélagið stefndi loks konunni fyrir dóm og í fyrradag var hún dæmd til að fjarlægja allt úr íbúðinni og selja hana innan þriggja mánaða. Sigurður Orri Hafþórsson lögmaður Húseigendafélagsins segir að öll önnur úrræði hafi verið reynd til þrautar. „Yfirleitt er þessari grein ekki beitt nema um sé að ræða verulegt ónæði að nóttu til, partístand eiturlyfjaneysla, sala eiturlyfja eða eitthvað slíkt. Þarna var ekki um það að ræða þannig að þetta er mjög sérstakt að því leyti,“ segir Sigurður Orri. Hann man eftir sambærilegu máli frá 2012, þar sem eigandi hafði safnað rusli í minnst tólf ár. Mál af þessu tagi geti sannarlega verið erfið. Þetta getur oft verið bara mannlegur harmleikur. Þetta eru manneskjur sem eiga eignir og vilja fá að vera í friði. Mögulega veikir einstaklingar,“ segir Sigurður Orri. „Þetta er líka í raun og veru eina úrræðið sem lög um fjöleignarhús taka á sem varða ónæði. Það er þessi 55. grein og henni er beitt í svo miklum undantekningartilvikum að oft standa eigendur ráðalausir þegar ónæði er mikið, en ekki svo mikið að hægt sé að beita greininni.“
Húsnæðismál Dómsmál Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels