Fótbolti

Leikir Breiðabliks og KR eru stærstu leikirnir á Íslandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það er alltaf frábær mæting er KR og Breiðablik spila í efstu deild.
Það er alltaf frábær mæting er KR og Breiðablik spila í efstu deild. vísir/hulda margrét

Blikarnir eru ekki bara meistarar í karlaflokki og með langstærsta reksturinn á Íslandi. Þeir trekkja að sér langflesta áhorfendur líka.

Alls eru leikir Blika í fimm efstu sætunum yfir stærstu viðureignirnar á Íslandi í dag. Í efsta sæti eru leikir Blika og KR. Þar mæta að meðaltali yfir 1.500 áhorfendur.

Kópavogsslagurinn við HK er svo í öðru sæti. Leikir Blika eru í sjö af efstu tíu sætunum. Vinsælir og greinilega skemmtilegir líka.

Leikur Blika og Vals í kvennaflokki er svo langstærsti leikurinn þar. Leikir Blika sem fyrr heilt yfir vinsælastir.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu KSÍ og Deloitte um fjármál íslenskrar knattspyrnu á síðustu fjórum árum. Vísir hefur fengið aðgang að skýrslunni og mun birta greinar upp úr henni í dag.


Tengdar fréttir

Leikmenn Vals með hæstu launin

Það er óhætt að segja að stórveldið Breiðablik sé í sérflokki er kemur að launum og tengdum gjöldum hjá félögum á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×