Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 08:57 Fjöldi fólks flykktist að og fylgdist með. AP Photo/Odelyn Joseph Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni. Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni.
Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44