Innlent

Yfir­völd komin með rauða spjaldið frá hjúkrunar­fræðingum

Helena Rós Sturludóttir skrifar
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Vísir/Arnar

Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir yfirvöld komin með rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum. Skammtíma kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var samþykktur í dag með afar naumum mun. Aðeins tveimur atkvæðum munaði en 49,25 prósent voru hlynntir samningnum og 49,15 prósent á móti honum.

Guðbjörg segir niðurstöðuna ekki endilega koma að óvart. „Þetta er bara enn ein birtingarmynd af þeirri miklu óánægju sem hjúkrunarfræðingar hafa látið í ljós og ákalli eftir aðgerðum af hálfu atvinnurekenda og þá yfirvalda,“ segir hún.

Tólf ár eru liðin síðan hjúkrunarfræðingar sömdu síðast um laun og segir Guðbjörg mikilvægt að störf hjúkrunarfræðinga séu metin út af verðleikum út frá menntun og ábyrgð. Að sögn Guðbjargar er kýrskýrt að samningurinn hafi aðeins samþykktur í ljósi aðstæðna í samfélaginu.

„Mér finnst yfirvöld núna hafa fengið algjörlega rauða spjaldið frá hjúkrunarfræðingum,“ segir Guðbjörg og ítrekar að ákall hjúkrunarfræðinga sé skýrt.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×