Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 12:09 Spyrnan sem skilaði Manchester United í úrslit. Craig Mercer/Getty Images Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Sjá meira
„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30
Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20