Fyrsta sinn sem Man Utd fer áfram eftir vítaspyrnukeppni í enska bikarnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 12:09 Spyrnan sem skilaði Manchester United í úrslit. Craig Mercer/Getty Images Sagan var ekki beint með Manchester United þegar flautað var til loka framlengingar í leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudag. Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Man United og Brighton mættust í frekar jöfnum leik á Wembley í Lundúnum. Undir var sæti í úrslitum FA-bikarkeppninnar, þeirrar elstu og virtustu, gegn Manchester City. Það var ljóst að mikið var í húfi og á endanum var staðan markalaus eftir venjulegan leiktíma sem og framlengingu. Brighton 0-0 Manchester United (6:7 on pens)Manchester United qualify for a 21st FA Cup final - the joint-most of any side, moving level with Arsenal.Nothing to separate the teams in normal play, and ends in penalty heartbreak for the Seagulls... pic.twitter.com/5Pwm8TyKUt— Opta Analyst (@OptaAnalyst) April 23, 2023 Úrslit leiksins myndu því ráðast í vítaspyrnukeppni, eitthvað sem sendi kaldan svita niður bak stuðningsfólk Man United en aldrei í sögu félagsins hafði það áfram í ensku bikarkeppninni eftir vítaspyrnukeppni. Féll Man Utd til að mynda úr leik gegn B-deildarliði Middlesbrough á síðustu leiktíð. Vorið 2009 tapaði Man Utd gegn Everton í undanúrslitum eftir vítaspyrnukeppni. Árið 2005 fór Man Utd alla leið í úrslit en beið lægri hlut gegn Arsenal eftir vítaspyrnukeppni. Saga liðsins í FA-bikarkeppninni var því ekki með Man Utd þegar flautað var til loka framlengingar á Wembley. Ekki bætti úr skák að liðið hafði aðeins unnið eina af síðustu átta vítaspyrnukeppnum sem að hafði farið í. Það var gegn Rochdale AFC í deildarbikarnum tímabilið 2019-20. Markvörður Rochdale í þeim leik var Robert Sánchez, markvörður Brighton á sunnudag. Fór það svo að Sánchez varði ekki eina einustu spyrnu í marki Brighton og þó David De Gea hafi heldur ekki varið eina einustu spyrnu þá hitti Solly March ekki á markið og Man United hafði betur 7-6 eftir að Victor Lindelöf þrumaði sinni spyrnu í netið. EVERY angle of THAT @vlindelof penalty #EmiratesFACup pic.twitter.com/hu6Fks3gGW— Emirates FA Cup (@EmiratesFACup) April 24, 2023 Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30 Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20 Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. 24. apríl 2023 07:30
Manchester United í úrslitaleikinn eftir sigur í vítaspyrnukeppni Manchester United er komið áfram í úrslitaleik enska bikarsins eftir sigur gegn Brighton í undanúrslitum, leik sem fór alla leið í bráðabana í vítaspyrnukeppni. Leikið var á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í dag. 23. apríl 2023 18:20