Innlent

Ís­land og Sví­­þjóð í fyrsta sæti á gríðar­­stórri net­varna­r­æfingu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Sérfræðingar frá netöryggissveit fjarskiptastofu (CERT-IS), Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna og utanríkisráðuneyti Íslands, sem tóku þátt fyrir Íslands hönd. Í heildina taldi sænsk-íslenska liðið um 100 manns og þátttakendur alls voru um 2.400 í 24 liðum. Lengst til hægri er Patrik Fältström, starfsmaður sænska hersins, sem var teymisstjóri liðsins.
Sérfræðingar frá netöryggissveit fjarskiptastofu (CERT-IS), Landhelgisgæslu Íslands, Ríkislögreglustjóra, Seðlabanka Íslands, Reiknistofu bankanna og utanríkisráðuneyti Íslands, sem tóku þátt fyrir Íslands hönd. Í heildina taldi sænsk-íslenska liðið um 100 manns og þátttakendur alls voru um 2.400 í 24 liðum. Lengst til hægri er Patrik Fältström, starfsmaður sænska hersins, sem var teymisstjóri liðsins. Utanríkisráðuneytið

Sameinað lið Íslands og Svíþjóðar skipaði sér í efsta sæti netvarnaræfingu sem haldin var í Öndvegissetri Atlantshafsbandalagsins í Tallinn í Eistlandi í dag.

Æfingin, sem ber heitið Locked Shields, er haldin árlega en allt að 400 manns komu að undirbúningi æfingarinnar. Hátt í þrjú þúsund sérfræðingar frá 38 löndum tóku þátt í æfingunni. Markmiðið er að æfa þátttakendur í að verja samfélag gegn samræmdum og víðtækum netárásum, að því er fram kemur í tilkynningu

Haft er eftir Dr. Sigurði Emil Pálssyni, fulltrúa Íslands hjá Öndvegissetrinu í Tallinn, að leggja þurfi áherslu á samhæfðar varnir, enda verið að tala um samhæfðar árásir á samfélagið í heild.

„Gildi æfingar eins og þessarar felst í því að hún gefur íslenskum sérfræðingum tækifæri til að skipuleggja varnarsamvinnu sína og einnig samvinnu við sérfræðinga annarra ríkja, sem er nauðsynleg þegar um umfangsmiklar samfélagslegar netárásir er að ræða. Það var mjög mikilvægt fyrir okkur að ná samvinnu við Svía, sem voru í fyrsta sæti fyrir tveimur árum og ég heyri hér í stjórnstöð æfingarinnar að Svíar eru eftirsóttir samstarfsaðilar. Jafnframt hef ég frétt frá Svíum að samvinnan við íslensku sérfræðingana hafi verið góð, þannig við eigum okkar hlut í þessu fyrsta sæti.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×