Karlakór Rangæinga fagnar 30 ára afmæli með fallegum söng Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. apríl 2023 19:31 Kórinn er skipaður flottum körlum á öllum aldri úr Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson Karlakór Rangæinga fagnar nú þrjátíu ára starfsafmæli og blæs af því tilefni til afmælis- og vortónleika á nokkrum stöðum. Kórinn er skipaður um fjörutíu körlum, aðallega bændum úr sýslunni. Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ein kona er þó í karlakórnum, þó hún syngi ekki en hún sér um undirleikinn og heitir Glódís Margrét Guðmundsdóttir. Þá spilar Grétar Geirsson á harmonikku með kórnum. Um 40 karlar syngja með kórnum, góður og þéttur hópur, sem mætir vel á æfingar og tónleika eins og vera ber. „Nú erum við að halda upp á 30 ára afmæli. Við gátum ekki haldið upp á það 2020 almennilega, nú er komið að því. Við gerum það með fernum veglegum tónleikum, afmælistónleikum. Lagavalið er sérlega gott og glæsilegt og við reynum bara að gera okkar allra besta,“ segir Hermann Árnason, formaður kórsins. Glódís Margrét Guðmundsdóttir er undirleikari kórsins og Grétar Geirsson spilar á harmonikku með kórnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig gengur Guðjón Halldóri Óskarssyni, stjórnandi kórsins að stjórna öllum þessum körlum? „Það er bara mjög skemmtilegt, þeir láta oftast ágætlega að stjórn,“ segir Guðjón hlægjandi. Guðjón sem hefur stjórnað kórnum í að verða 27 ár ætlar að láta þetta gott heita og hættir með kórinn í vor. „Já, ég ákvað núna að segja þetta gott og aðeins að minnka við mig. Kórinn er líka í góðum málum núna, það fjölgar í honum því ungir strákar eru að koma, þannig að framtíðin er björt,“ segir Guðjón. Afmælis- og vortónleikar Karlakórs Rangæinga 2023 verða haldnir á eftirfarandi stöðum: Í Selfosskirkju. þriðjudaginn 18. apríl klukkan 20.00 Í Fella- og Hólakirkju, miðvikudaginn 19. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Hvolnum, Hvolsvelli, föstudaginn 21. apríl klukkan 20.00 Í Félagsheimilinu Leikskálum Vík í Mýrdal laugardaginn 22. apríl klukkan 17.00 Miðaverð er 4.000 krónur Hermann Árnason, formaður kórsins (t.h.) og Guðjón Halldór Óskarsson, stjórnandi kórsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Ásahreppur Kórar Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent