Fótbolti

Hareide: Albert verður í hópnum

Valur Páll Eiríksson skrifar
Albert Guðmundsson verður í fyrsta landsliðshópi Hareide í sumar.
Albert Guðmundsson verður í fyrsta landsliðshópi Hareide í sumar. Samsett/Vísir/Getty

Nýi landsliðsþjálfarinn Åge Hareide segir að Albert Guðmundsson sé góður leikmaður og hann verði í næsta landsliðshópi Íslands. Albert var úti í kuldanum hjá forvera hans í starfi, Arnari Þór Viðarssyni.

Hareide var spurður á blaðamannfundi í dag hvort hann þekkti til þess að Albert hefði verið utan hóps að undanförnu og fengið upplýsingar um hans mál innan KSÍ.

Hareide fór ekkert í grafgötur með það. Hann ætlar að velja Albert í næsta landsliðshóp.

„Ég heyrði um þetta og ég hef séð Albert að spila þegar hann var hjá AZ Alkmaar og einnig hjá Genoa. Hann er góður leikmaður og hann verður í hópnum,“ sagði Hareide.

Næstu leikir Íslands eru í júní. Liðið mætir Slóvakíu á þjóðhátíðardaginn, 17. júní, og Portúgal þremur dögum síðar. Báðir leikir fara fram á Laugardalsvelli.

Hér má sjá blaðamannfundinn í heild.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×