„Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 17. apríl 2023 07:00 Lærisveinar Ten Hag spiluðu vel um helgina. EPA-EFE/Peter Powell Erik Ten Hag, þjálfari Manchester United, var sáttur með 2-0 sigur sinna manna á Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Hann var spurður út í meiðslakrísu liðsins en Rauðu djöflarnir voru án sjö leikmanna í Skírisskógi. Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira
Man United lék einkar vel gegn nýliðunum sem hafa verið nokkuð öflugur á heimavelli. Ten Hag þurfti að breyta töluvert frá svekkjandi 2-2 jafntefli Man Utd og Sevilla á fimmtudaginn var. „Góður sigur. Virkilega einbeitt frammistaða frá upphafi til enda,“ sagði Ten Hag um sigur sunnudagsins. Miðverðirnir Raphaël Varane og Lisandro Martínez byrjuðu báðir gegn Sevilla en fóru meiddir af velli. Vitað er að Martínez verði ekki meira með á leiktíðinni, mögulega er sömu sögu að segja af Varane. Not the way I imagined what's been a very special season would end, but sometimes we face obstacles along the way that we have to overcome to make us stronger and we learn from them. pic.twitter.com/vVUa8elAK9— Lisandro Martinez (@LisandrMartinez) April 15, 2023 Þá eru vinstri bakverðirnir Luke Shaw og Tyrell Malacia meiddir. Ten Hag var samt sáttur með vörnina: „Mjög góð, og örugg, frammistaða frá öllum á vellinum. Miðverðirnir tengdu vel saman, bakverðirnir voru frábærir bæði með og án bolta. Harry Maguire og Victor Lindelöf voru mjög öflugir.“ Marcus Rashford var einnig fjarverandi vegna meiðsla ásamt ungstirninu Alejandro Garnacho. Þá meiddist Marcel Sabitzer í upphitun. „Sabitzer fann fyrir einhverju í upphituninni. Við ákváðum að taka ekki áhættuna, við finnum út á morgun [í dag] hvað var að angra hann. Þegar þú ert með [Christian] Eriksen á bekknum þá er það ekki ókostur að setja hann inn á.“ Að endingu var Ten Hag spurður um meiðslin sem herja á Man United þessa dagana. „Í síðustu viku voru níu varnarmenn klárir, nú eru þeir fjórir. Við þurfum á öllum okkar leikmönnum að halda. Við erum enn í þremur keppnum og þurfum alla leikmennina okkar til að mynda topplið.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Sjá meira