Fótbolti

Sjáðu mörkin: Perluleikur Sveindísar gegn Bæjurum Glódísar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveindís Jane og stöllur fagna sigri dagsins.
Sveindís Jane og stöllur fagna sigri dagsins. Twitter@VfL_Wolfsburg

Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði tvívegis þegar Wolfsburg vann stórsigur á Íslendingaliði Bayern München í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar. Leiknum lauk með 5-0 sigri Wolfsburg sem getur enn unnið tvöfalt líkt og það gerði í fyrra.

Sveindís Jane skoraði fyrsta mark leiksins á 19. mínútu og hóf það sem reyndist ótrúlegur sigur Þýskalands- og bikarmeistara Wolfsburg. Hún bætti við þriðja markinu í upphafi síðari hálfleik, það mark fór langt með að ganga frá leiknum.

Sveindís Jane lék allan leikinn og nýtti heldur betur tækifærið sem hún fékk í fjarveru Alexöndru Popp. Mörkin sem Sveindís Jane skoraði má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×