Enski boltinn

Enska úrvalsdeildin bannar veðmálaauglýsingar framan á treyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
West Ham United og Fulham eru bæði með veðmálaauglýsingar framan á treyjum sínum. Þau þurfa að fara að leita sér að nýjum aðalstyrktaraðilum.
West Ham United og Fulham eru bæði með veðmálaauglýsingar framan á treyjum sínum. Þau þurfa að fara að leita sér að nýjum aðalstyrktaraðilum. getty/Rob Newell

Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt að banna veðmálaauglýsingar framan á treyjum.

Bannið tekur gildi fyrir tímabilið 2026-27. Enska úrvalsdeildin verður fyrsta íþróttadeildin á Englandi sem tekur ákvörðun sem þessa, að reyna að fækka veðmálaauglýsingum.

Félögin í ensku úrvalsdeildinni mega samt enn vera með auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum á ermum búninganna sinna. Þá má auglýsa veðmál á ljósaskiltum á völlum félaganna.

Átta félög í ensku úrvalsdeildinni eru með auglýsingar frá veðmálafyrirtækjum framan á treyjum sínum. Talið er að samanlagt verðmæti þeirra sé sextíu milljónir punda á ári.

Félögin sem auglýsa veðmálafyrirtæki framan á treyjum sínum eru Brent­ford, Evert­on, Ful­ham, Leeds United, Newcastle United, Sout­hampt­on og West Ham United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×