Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 09:06 Egyptar eru afar háðir bæði Rússum og Bandaríkjamönnum. epa/Alexander Zemlianichenko Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í leynilegum gögnum Bandaríkjanna sem lekið var á netið. Umrætt skjal er dagsett 17. febrúar síðastliðinn og virðist vera samantekt á samtölum milli Sisi og háttsettra embættismanna innan hersins. Samkvæmt gögnunum virðist einnig hafa staðið til að sjá Rússum fyrir skotfærum og byssupúðri. Washington Post leitaði viðbragða frá sendiherra Egyptalands í Washington en hann sagði það hafa verið afstöðu Egypta frá upphafi að taka ekki þátt í átökunum í Úkraínu né taka afstöðu með annað hvort Úkraínu eða Rússlandi. Þá er haft eftir heimildarmanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert bendi til þess að orðið hafi að sendum flugskeyta frá Egyptalandi til Rússlands. Stjórnvöld í Egyptalandi hafa unnið að því að styrkja samband sitt við Rússa og eiga mikið undir korninnflutningi þaðan, ekki síst eftir að samdráttur varð á kornútflutningi frá Úkraínu. Egyptar eru hins vegar á sama tíma afar háðir Bandaríkjamönnum, sem hafa veitt meira en milljarði dala á ári í öryggisaðstoð til Egyptalands í marga áratugi. Sérfræðingar segja um að ræða afar áhættusaman leik fyrir Egypta, ef rétt reynist, og óforsvaranlegan fyrir náin bandamann Bandaríkjanna. Chris Murphy, nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir uppljóstrunina kalla á róttæka endurskoðun á samskiptum ríkjanna. Bandaríkin Egyptaland Hernaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í leynilegum gögnum Bandaríkjanna sem lekið var á netið. Umrætt skjal er dagsett 17. febrúar síðastliðinn og virðist vera samantekt á samtölum milli Sisi og háttsettra embættismanna innan hersins. Samkvæmt gögnunum virðist einnig hafa staðið til að sjá Rússum fyrir skotfærum og byssupúðri. Washington Post leitaði viðbragða frá sendiherra Egyptalands í Washington en hann sagði það hafa verið afstöðu Egypta frá upphafi að taka ekki þátt í átökunum í Úkraínu né taka afstöðu með annað hvort Úkraínu eða Rússlandi. Þá er haft eftir heimildarmanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert bendi til þess að orðið hafi að sendum flugskeyta frá Egyptalandi til Rússlands. Stjórnvöld í Egyptalandi hafa unnið að því að styrkja samband sitt við Rússa og eiga mikið undir korninnflutningi þaðan, ekki síst eftir að samdráttur varð á kornútflutningi frá Úkraínu. Egyptar eru hins vegar á sama tíma afar háðir Bandaríkjamönnum, sem hafa veitt meira en milljarði dala á ári í öryggisaðstoð til Egyptalands í marga áratugi. Sérfræðingar segja um að ræða afar áhættusaman leik fyrir Egypta, ef rétt reynist, og óforsvaranlegan fyrir náin bandamann Bandaríkjanna. Chris Murphy, nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir uppljóstrunina kalla á róttæka endurskoðun á samskiptum ríkjanna.
Bandaríkin Egyptaland Hernaður Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira