Forseti Egyptalands hugðist sjá Rússum fyrir 40 þúsund eldflaugum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. apríl 2023 09:06 Egyptar eru afar háðir bæði Rússum og Bandaríkjamönnum. epa/Alexander Zemlianichenko Abdel Fatah El-Sisi, forseti Egyptalands, fyrirskipaði undirmönnum sínum að framleiða 40 þúsund eldflaugar fyrir Rússa en fara leynt með það til að forðast að styggja Vesturlönd. Þetta er meðal þess sem kemur fram í leynilegum gögnum Bandaríkjanna sem lekið var á netið. Umrætt skjal er dagsett 17. febrúar síðastliðinn og virðist vera samantekt á samtölum milli Sisi og háttsettra embættismanna innan hersins. Samkvæmt gögnunum virðist einnig hafa staðið til að sjá Rússum fyrir skotfærum og byssupúðri. Washington Post leitaði viðbragða frá sendiherra Egyptalands í Washington en hann sagði það hafa verið afstöðu Egypta frá upphafi að taka ekki þátt í átökunum í Úkraínu né taka afstöðu með annað hvort Úkraínu eða Rússlandi. Þá er haft eftir heimildarmanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert bendi til þess að orðið hafi að sendum flugskeyta frá Egyptalandi til Rússlands. Stjórnvöld í Egyptalandi hafa unnið að því að styrkja samband sitt við Rússa og eiga mikið undir korninnflutningi þaðan, ekki síst eftir að samdráttur varð á kornútflutningi frá Úkraínu. Egyptar eru hins vegar á sama tíma afar háðir Bandaríkjamönnum, sem hafa veitt meira en milljarði dala á ári í öryggisaðstoð til Egyptalands í marga áratugi. Sérfræðingar segja um að ræða afar áhættusaman leik fyrir Egypta, ef rétt reynist, og óforsvaranlegan fyrir náin bandamann Bandaríkjanna. Chris Murphy, nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir uppljóstrunina kalla á róttæka endurskoðun á samskiptum ríkjanna. Bandaríkin Egyptaland Hernaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í leynilegum gögnum Bandaríkjanna sem lekið var á netið. Umrætt skjal er dagsett 17. febrúar síðastliðinn og virðist vera samantekt á samtölum milli Sisi og háttsettra embættismanna innan hersins. Samkvæmt gögnunum virðist einnig hafa staðið til að sjá Rússum fyrir skotfærum og byssupúðri. Washington Post leitaði viðbragða frá sendiherra Egyptalands í Washington en hann sagði það hafa verið afstöðu Egypta frá upphafi að taka ekki þátt í átökunum í Úkraínu né taka afstöðu með annað hvort Úkraínu eða Rússlandi. Þá er haft eftir heimildarmanni innan bandaríska stjórnkerfisins að ekkert bendi til þess að orðið hafi að sendum flugskeyta frá Egyptalandi til Rússlands. Stjórnvöld í Egyptalandi hafa unnið að því að styrkja samband sitt við Rússa og eiga mikið undir korninnflutningi þaðan, ekki síst eftir að samdráttur varð á kornútflutningi frá Úkraínu. Egyptar eru hins vegar á sama tíma afar háðir Bandaríkjamönnum, sem hafa veitt meira en milljarði dala á ári í öryggisaðstoð til Egyptalands í marga áratugi. Sérfræðingar segja um að ræða afar áhættusaman leik fyrir Egypta, ef rétt reynist, og óforsvaranlegan fyrir náin bandamann Bandaríkjanna. Chris Murphy, nefndarmaður í utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings, segir uppljóstrunina kalla á róttæka endurskoðun á samskiptum ríkjanna.
Bandaríkin Egyptaland Hernaður Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira