„Skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 10. apríl 2023 19:20 Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir mál Innheimtustofnunar alvarlegt dæmi um brot gegn konum. Vísir/Ívar Fannar Innheimtustofnun sveitarfélaga hefur verið dæmd fyrir brot gegn jafnréttislögum með því að greiða konu talsvert lægri laun en karlmaður í sambærilegri stöðu fékk. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið sýna hversu auðvelt það er að mismuna konum í starfi. Um sé að ræða gróft lögbrot sem sé sorglegt eftir áratugalanga baráttu fyrir launajafnrétti. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars þar sem stofnunin var ekki nafngreind en um er að ræða Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem mikill styr hefur staðið um í nokkurn tíma og stjórnendum nýverið skipt út. Stofnunin var dæmd til að greiða konu sem þar hafði starfað sem lögfræðingur til frá 2018 til september 2021 rúmlega 19 milljónir króna, sem samsvarar gróflega muni á launum konunnar og karlmanns sem starfaði í sambærilegri stöðu. Á 40 mánaða tímabili hafi munað hátt í hálfri milljón króna á launum þeirra og voru heildargreiðslur til karlmannsins um 78 prósent hærri á tímabilinu. Í dóminum kom þá fram að konan hafi gert þáverandi yfirmanni sínum, forstjóra stofnunarinnar, viðvart en fengið þau svör að svokallaðir skúffusamingar hafi verið gerðir við karlkyns starfsmenn og því ekkert hægt að gera. Stofnunin hafi ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið hið ótrúlegasta og framkoma fyrrum stjórnenda svívirðileg en fréttastofa ræddi við hana áður en það lá fyrir um hvaða stofnun væri að ræða. „Ég var nú fyrst standandi hissa á því hvað þetta er gróft lögbrot og hversu gróflega vinnuveitandinn hefur brotið á þessari tilteknu konu og mig langar nú bara að nýta tækifærið og þakka henni fyrir að fara í mál við ríkið. Hún hefur greinilega ekki fengið áheyrn hjá yfirmönnum sínum, þetta eru greinilega vanhæfir stjórnendur,“ segir Þórunn. Að mati dómarans braut stofnunin gegn 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um bann við mismunun í kjörum, en þau hafi ekki sýnt fram á að launamunurinn skýrðist af öðrum þáttum en kyni. „Þetta er vísvitandi gert. Hún fær ekki borgað fyrir vinnuna sem hún innir af hendi, hún er með sömu menntun, gegnir sambærilegum störfum. Þetta er bara eins og skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta,“ segir Þórunn um málið. Þá sé það sorglegt að opinber stofnun, sem eigi ekki síður að fylgja lögum, hafi gerst uppvís um svo gróft brot þar sem áratugum saman hafi verið barist fyrir launajafnrétti kynjanna en engu að síður sé staðan svona sums staðar. „Þetta sýnir okkur alla vega hversu auðvelt það er að brjóta á konum á vinnumarkaði þegar að vilji er til þess hjá stjórnendum og þeim sem að ráða launasetningunni og það er mjög alvarlegt mál,“ segir Þórunn. Aðspurð um hvað hægt sé að gera segir Þórunn að hún myndi sjálf vilja að það væri engin launaleynd, sem margir vilja ekki. „En það þarf allt að vera uppi á borðum og það þarf að notast við þau tæki sem að eru í kjarasamningum, í löggjöfinni, og öðrum reglum sem gilda á vinnumarkaði, til þess að sjá til þess að svona sé ekki gert. Ný stjórn hafi tekið á málinu um leið Aldís Hilmarsdóttir, formaður núverandi stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, staðfesti síðdegis um hvaða stofnun væri að ræða í samtali við fréttastofu en hún sagðist ekki vita af hverju nafn stofnunarinnar var afmáð í dóminum. Þá benti hún á að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, var sendur í leyfi frá störfum í lok árs 2021 og sagt upp í apríl 2022 og fyrri stjórn sagði af sér á svipuðum tíma. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Í október í fyrra birtist síðan svört skýrsla Ríkisendurskoðunar, í tengslum við tilfærslu verkefna stofnunarinnar til ríkisins, en hún varpaði meðal annars ljósi á trúnaðarbresti og slæma stjórnunarhætti. Þar kom fram að stjórnun og innra skipulag væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hafi sett sér og að þáverandi stjórnendur í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um reksturinn og að afvegaleiða úttekt á starfseminni. Að sögn Aldísar var mál konunnar tekið fyrir um leið og ný stjórn tók við. Þau hafi viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi og greitt henni rúmlega sextán og hálfa milljón í október síðastliðnum vegna málsins, sem kemur til frádráttar upphæðinni sem dómurinn dæmdi konunni. Málið hafi verið tekið föstum tökum en með tilfærslu stofnunarinnar til ríkisins verði líklega tryggt endanlega að svona lagað komi ekki upp aftur. Dómsmál Jafnréttismál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í lok mars þar sem stofnunin var ekki nafngreind en um er að ræða Innheimtustofnun sveitarfélaga, sem mikill styr hefur staðið um í nokkurn tíma og stjórnendum nýverið skipt út. Stofnunin var dæmd til að greiða konu sem þar hafði starfað sem lögfræðingur til frá 2018 til september 2021 rúmlega 19 milljónir króna, sem samsvarar gróflega muni á launum konunnar og karlmanns sem starfaði í sambærilegri stöðu. Á 40 mánaða tímabili hafi munað hátt í hálfri milljón króna á launum þeirra og voru heildargreiðslur til karlmannsins um 78 prósent hærri á tímabilinu. Í dóminum kom þá fram að konan hafi gert þáverandi yfirmanni sínum, forstjóra stofnunarinnar, viðvart en fengið þau svör að svokallaðir skúffusamingar hafi verið gerðir við karlkyns starfsmenn og því ekkert hægt að gera. Stofnunin hafi ekkert aðhafst til að koma í veg fyrir áframhaldandi lögbrot. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið hið ótrúlegasta og framkoma fyrrum stjórnenda svívirðileg en fréttastofa ræddi við hana áður en það lá fyrir um hvaða stofnun væri að ræða. „Ég var nú fyrst standandi hissa á því hvað þetta er gróft lögbrot og hversu gróflega vinnuveitandinn hefur brotið á þessari tilteknu konu og mig langar nú bara að nýta tækifærið og þakka henni fyrir að fara í mál við ríkið. Hún hefur greinilega ekki fengið áheyrn hjá yfirmönnum sínum, þetta eru greinilega vanhæfir stjórnendur,“ segir Þórunn. Að mati dómarans braut stofnunin gegn 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, sem kveður á um bann við mismunun í kjörum, en þau hafi ekki sýnt fram á að launamunurinn skýrðist af öðrum þáttum en kyni. „Þetta er vísvitandi gert. Hún fær ekki borgað fyrir vinnuna sem hún innir af hendi, hún er með sömu menntun, gegnir sambærilegum störfum. Þetta er bara eins og skólabókardæmi um hvernig eigi ekki að gera þetta,“ segir Þórunn um málið. Þá sé það sorglegt að opinber stofnun, sem eigi ekki síður að fylgja lögum, hafi gerst uppvís um svo gróft brot þar sem áratugum saman hafi verið barist fyrir launajafnrétti kynjanna en engu að síður sé staðan svona sums staðar. „Þetta sýnir okkur alla vega hversu auðvelt það er að brjóta á konum á vinnumarkaði þegar að vilji er til þess hjá stjórnendum og þeim sem að ráða launasetningunni og það er mjög alvarlegt mál,“ segir Þórunn. Aðspurð um hvað hægt sé að gera segir Þórunn að hún myndi sjálf vilja að það væri engin launaleynd, sem margir vilja ekki. „En það þarf allt að vera uppi á borðum og það þarf að notast við þau tæki sem að eru í kjarasamningum, í löggjöfinni, og öðrum reglum sem gilda á vinnumarkaði, til þess að sjá til þess að svona sé ekki gert. Ný stjórn hafi tekið á málinu um leið Aldís Hilmarsdóttir, formaður núverandi stjórnar Innheimtustofnunar sveitarfélaga, staðfesti síðdegis um hvaða stofnun væri að ræða í samtali við fréttastofu en hún sagðist ekki vita af hverju nafn stofnunarinnar var afmáð í dóminum. Þá benti hún á að málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Jón Ingvar Pálsson, fyrrverandi forstjóri Innheimtustofnunar, var sendur í leyfi frá störfum í lok árs 2021 og sagt upp í apríl 2022 og fyrri stjórn sagði af sér á svipuðum tíma. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Í október í fyrra birtist síðan svört skýrsla Ríkisendurskoðunar, í tengslum við tilfærslu verkefna stofnunarinnar til ríkisins, en hún varpaði meðal annars ljósi á trúnaðarbresti og slæma stjórnunarhætti. Þar kom fram að stjórnun og innra skipulag væri langt frá þeim viðmiðum sem ríkið hafi sett sér og að þáverandi stjórnendur í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um reksturinn og að afvegaleiða úttekt á starfseminni. Að sögn Aldísar var mál konunnar tekið fyrir um leið og ný stjórn tók við. Þau hafi viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi og greitt henni rúmlega sextán og hálfa milljón í október síðastliðnum vegna málsins, sem kemur til frádráttar upphæðinni sem dómurinn dæmdi konunni. Málið hafi verið tekið föstum tökum en með tilfærslu stofnunarinnar til ríkisins verði líklega tryggt endanlega að svona lagað komi ekki upp aftur.
Dómsmál Jafnréttismál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01 Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04
Lögmannsstofa, grunuð um misferli, var helsti bakhjarl handboltaliðs á lygilegri uppleið Grunur leikur á um að Innheimtustofnun hafi greitt félagi í eigu forstöðumanns stofnunarinnar á Ísafirði í kringum fjörutíu milljónir króna í þóknanir vegna þjónustu, sem átti ekki að útvista yfirleitt. Félagið er síðan helsti styrktaraðili handknattleiksdeildar Harðar, sem hefur vaxið ævintýralega á örfáum árum. 6. maí 2022 20:01
Forstjóri Innheimtustofnunar í leyfi og stjórninni skipt út Jón Ingvar Pálsson, forstjóri Innheimtustofnunar, og Bragi Axelsson, forstöðumaður stofnunarinnar á Ísafirði, hafa verið sendir í leyfi frá störfum. Þá hefur ný stjórn verið skipuð eftir að fráfarandi stjórn óskaði eftir því að stíga til hliðar. Breytingarnar eru gerðar í kjölfar þess að Ríkisendurskoðun hóf úttekt á verkefnum Innheimtustofnunar í september. 15. desember 2021 10:54
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent