Innheimtustofnun sveitarfélaga er stofnunin sem braut jafnréttislög Kristinn Haukur Guðnason skrifar 10. apríl 2023 16:57 Dómurinn bætist á langa hneykslissögu stofnunarinnar. Innheimtustofnun sveitarfélaga er sú ríkisstofnun sem fundin var brotleg af héraðsdómi Reykjavíkur fyrir páska. Stofnunin braut jafnréttislög með stórfelldum kynbundnum launamun sem nam hálfri milljón króna á mánuði hjá fólki í sambærilegri stöðu. Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks. Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Hefur stofnuninni verið gert að greiða starfsmanni, kvenkyns lögfræðingi, rúmar 19 milljónir króna vegna 40 mánaða kynbundins launamunar. Einnig 1 milljón króna í miskabætur en konan sagði launamuninn hafa verið verulega niðurlægjandi. Gerðir voru svokallaðir „skúffusamningar,“ við karlkyns lögfræðinga stofnunarinnar. Í dómi héraðsdóms var haldið nafnleynd, bæði yfir aðilum máls og stofnuninni sjálfri, sem hefur verið gagnrýnt á samfélagsmiðlum. Það er út í hött að Héraðsd birti ekki nafn þeirrar stofnunar sem brýtur hér svona gróflega á starfsm. sínum og gerir “skúffusamninga” þar sem sýslað er með almannafé og lög brotin. Fjölmiðlar verða að fá tækifæri til að fjalla um málið á gagnsæjan hátt. https://t.co/mGCcR49j8d— Snærós Sindradóttir (@SnaerosSindra) April 9, 2023 Það er svo fyndið að héraðsdómur leggi í alla þessa vinnu við að nafnhreinsa allt klabbið en skilji eftir nóg af brauðmolum til að hægt sé að finna út aðila málsins með þriggja mínútna gúggli. https://t.co/KpxYqy0TEw— Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) April 10, 2023 Aldís Hilmarsdóttir, formaður stjórnar Innheimtustofnun sveitarfélaga, staðfestir að þau séu stofnunin sem um ræðir en málið hafi komið upp í tíð fyrri stjórnenda. Hún segir að um leið og ný stjórn tók við hafi málið verið tekið fyrir og þau viðurkennt kröfu konunnar eftir skoðun með lögfræðingi. Þannig hafi þau greitt konunni rúmlega sextán og hálfa milljón króna í október 2022. Mörg hneykslismál Hneykslismál hafa plagað Innheimtustofnunina undanfarin ár. En í apríl 2022 voru Jón Ingvar Pálsson forstjóri og Bragi Axel Rúnarsson forstöðumaður reknir úr starfi. Ástæðan sem gefin var upp voru alvarleg broti í starfi og vanefndir á samningi vegna trúnaðarbrots. Þeir höfðu verið sendir í leyfi í desember árið 2021 í kjölfar úttektar Ríkisendurskoðunar á verkefnum stofnunarinnar. Í umfjöllun DV um stofnunina árið 2019 kom fram að fyrrverandi starfsmenn Innheimtustofnunar hefðu vitnað til um andlegt ofbeldi, einelti, ógnarstjórnun, yfirgang gegn konum, margföld trúnaðarbrot og furðuleg afskipti af einkalífi starfsfólks.
Rannsókn á Innheimtustofnun sveitarfélaga Dómsmál Jafnréttismál Kjaramál Tengdar fréttir Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Svartur kafli í úttekt varpar ljósi á háttsemi stjórnenda Innheimtustofnunar Ríkisendurskoðun telur að þáverandi stjórnendur Innheimtustofnunar sveitarfélaga hafi í mörgum tilfellum reynt að leyna upplýsingum og gögnum um rekstur stofnunarinnar frá Ríkisendurskoðun. Reynt hafi verið að afvegaleiða úttekt á starfsemi stofnunarinnar. 21. október 2022 15:04