Hallgrímur: Við lifum og lærum Ester Ósk Árnadóttir skrifar 10. apríl 2023 17:05 Hallgrímur Jónasson er aðstoðarþjálfari KA Hulda Margrét „Það eru blendnar tilfinningar eftir þennan leik,“ sagði Hallgrímur Jónasson eftir 1-1 jafntefli á móti KR á Greifavellinum í dag. „Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“ Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
„Við eigum mjög flottan fyrri hálfleik og hefðum átt að nýta það og vera komnir yfir, fáum risa séns á að skora. Tveir á móti markmanni en einhvern veginn flækist boltinn aftur fyrir og við náum ekki að skora.“ KR byrjaði seinni hálfleikur töluvert betur en heimamenn sem voru skrefi á eftir lengst af hálfleiksins. „Í seinni hálfleik fannst mér við byrja erfiðlega. Við áttum erfitt með að byggja upp sóknir, við erum að komast mikið inn á síðasta þriðjung en finnst við eiga að vera aðeins betri þegar við hlaupum inn í boxið almennt í leiknum. KR er meira með boltann fyrsta korteið og við náum ekki að byggja upp spilið sem við viljum, síðan komumst við aftur vel inn í leikinn. Mér fannst við vera líklegri þegar þeir fá þetta víti upp úr þurru. Ég hef ekki séð þetta en hef heyrt að þetta sé 100% réttur dómur, boltinn er ekki einu sinni kominn inn í teig þegar við brjótum á þeirra leikmanni og það er dæmt víti.“ „Við lifum og lærum og gerum þetta ekki næst. Eftir það pressum við á þá og skorum og mér fannst við líklegri til að klára leikinn eftir að við jöfnum. 1-1 niðurstaða er eitthvað sem ég tel að við getum verið þokkalega sáttir við.“ KA þurfti að gera tvær breytingar snemma í seinni hálfleik en Rodrigo Gomez þurfti að fara af velli meiddur og Pætur Joensson hefur verið að glíma við veikindi. „Ég var með tvo leikmenn inn á sem þurfti að skipta út af snemma, einn sem fékk í nárann og hinn sem er búin að vera veikur lengi og búin að missa orkuna sína. Við vorum bara ekki með rétt orkustig og vorum ekki að ná tökum á leiknum en svo kom það þegar leið á hálfleikinn, það er ekkert sem ég hef áhyggjur af.“ Hallgrímur á ekki von á að meiðsli Rodri séu alvarlega en ef hann þarf að hvíla er KA með mikið af miðjumönnum sem geta leyst stöðu Rodri. „Ég held við höfum tekið hann út af það snemma að þetta verði ekki vesen en annars erum við vel settir á miðjunni. Rodri er frábær leikmaður en við erum með mikið af miðjumönnum og ef svo er að hann dettur út í einn til tvo leiki að á leysum við það bara.“ Þorri Mar Þórisson gerði sig líklegan til að vera skúrkur leiksins þegar hann reif Kristján Flóka niður innan teigs án þess að boltinn væri nálægt. KR fékk víti sem Kristján skoraði úr. Þorri snéri hins vegar dæminu við og varð hetja KA manna þegar hann jafnaði með glæsilegu einstaklings framtaki og skoti í uppbótartíma. „Gaman fyrir hann að koma til baka og bæta upp fyrir vítið, mjög vel gert hjá honum. Gott fyrir okkur að koma til baka. Það er ekki auðvelt þegar þú færð víti á þig þar sem boltinn er ekki einu sinni komin inn í teig, þetta var ekki einu sinni færi og það er högg.“ KA átti að fara til Vestmannaeyja næstu helgi en þar sem grasið er ekki tilbúið í eyjum mun ÍBV koma í heimsókn á Greifavölllinn. „Leikurinn verður reyndar hér fyrir norðan þar sem völlurinn er ekki tilbúin í eyjum þannig við fáum ÍBV í heimsókn til okkar á laugardaginn og hlökkum bara til.“
Besta deild karla KA KR Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Fleiri fréttir Horsens vill fá Guðlaug Victor „Hefur ekki tíma til að fara of langt niður“ Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Wirtz strax kominn á hættusvæði Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Sjá meira
Leik lokið: KA - KR 1-1 | Þorri Mar hetja heimamanna KA og KR gerðu 1-1 jafntefli í 1. umferð Bestu deildar karla á Greifavellinum á Akureyri í dag. Eins og oft vill verða í rimmum þessara liða að þá var lítið af mörkum en leikurinn hraður og skemmtilegur í dag sem er breyting frá því í fyrra. 10. apríl 2023 15:55