Erlent

Minnst fjórir látnir eftir sprenginguna í Marseil­le

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Yfir hundrað slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í aðgerðum í og við húsarústirnar.
Yfir hundrað slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í aðgerðum í og við húsarústirnar. AP

Minnst fjórir eru látnir eftir að tvö hús hrundu eftir sprengingu í Marseille aðfaranótt sunnudags.

Fréttaveitan AP-greinir frá því að tvö lík hafi fundist í húsarústunum í morgun, til viðbótar við tvö sem fundust í nótt. Björgunarfólk leitar enn nokkrra sem saknað er.

Í yfirlýsingu frá slökkviliðinu í Marseille kemur fram að nú taki við vinna við að bera kennsl á hin látnu. 

Olivier Klein, borga- og húsnæðismálaráðherra Frakklands, segir að vonin um að finna fólk á lífi sé ekki slokknuð.

„Þetta er mikil nákvæmnisvinna hjá slökkviliðinu,“ bætti hann við, og vísar þar til hættunnar á að nærliggjandi hús hrynji. Yfir hundrað slökkviliðsmenn hafa tekið þátt í leitar- og björgunarstarfi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×