Síðasti Nürnberg-saksóknarinn látinn Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. apríl 2023 15:05 Ferencz árið 2010. Armin Weigel/AP Benjamin Ferencz, sem var saksóknari í Nürnberg-réttarhöldunum, er látinn. Hann var 103 ára. Hann var síðasti eftirlifandi saksóknarinn sem rak mál í Nürnberg-réttarhöldunum. Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019. Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá andláti Ferencz, sem lést á hjúkrunarheimili í Boynton Beach í Flórídaríki á föstudag. Ferencz var aðeins 27 ára gamall þegar hann sótti hátt setta nasista til saka fyrir glæpi þeirra í Helförinni. Ferencz fæddist árið 1920 í Transylvaníu í Rúmeníu, en fjölskylda hans flúði Evrópu þegar hann var ungur að aldri, vegna vaxandi gyðingaandúðar, og kom sér fyrir í New York í Bandaríkjunum. Eftir að hafa útskrifast frá lagadeild Harvard-háskóla árið 1943 skráði Ferencz sig í herinn og tók meðal annars þátt í innrásinni í Normandí. Hann vann sig upp metorðastigann innan hersins og þegar leið á stríðið fékk hann það hlutverk að rannsaka glæpi nasista. Það gerði hann meðal annars með því að fara í vettvangsferðir í útrýmingarbúðir þar sem hann skrásetti aðstæður og ræddi við eftirlifendur. Hann sagði síðar að Buchenwald, einar stærstu útrýmingarbúðir Þýskalands, hefðu verið „grafhýsi ólýsanlegs hryllings.“ „Það er engum vafa undirorpið að ég er varanlega særður á sálinni eftir að hafa rannsakað stríðsglæpi nasista í útrýmingarbúðum. Ég reyni enn að hugsa og tala sem minnst um smáatriði þess,“ skrifaði Ferencz um reynslu sína af skoðunarferðum um útrýmingarbúðirnar. Barðist fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls Að stríði loknu sneri Ferencz aftur til New York til að stunda lögmennsku, en var skömmu síðar fenginn til að taka þátt í að sækja hátt setta nasista til saka í Nürnberg-réttarhöldunum. Síðar á ævi sinni hjálpaði Ferencz hópum gyðinga að sækja bætur frá þýskum stjórnvöldum vegna meðferðarinnar sem þeir sættu af hendi nasistastjórnar Hitlers. Enn síðar varð hann prófessor í alþjóðalögum og barðist ötullega fyrir stofnun alþjóðlegs sakamáladómstóls, sem loks var komið á fót í Haag í Hollandi árið 2002. Ferencz lætir eftir sig einn son og þrjár dætur. Eiginkona hans, Gertrude Fried, lést árið 2019.
Andlát Bandaríkin Þýskaland Seinni heimsstyrjöldin Erlend sakamál Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira