Innlent

Tapparnir nú áfastir á plastflöskum

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi.
Nýju tapparnir hafa fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum Coca Cola á Íslandi. Aðsend

Nýir tappar á plastflöskur hafa fengið góðar viðtökur en tappana er hægt að sveigja aftur án þess að losa hann af flöskunni. Tilgangurinn er að allt plast, sem fylgir flöskunni sé endurunnið saman.

Það er gaman að koma inn í Coca Cola verksmiðjuna á Íslandi á Stuðlahálsi 1 í Reykjavík. Verksmiðjan er svo stór að maður fer hálfpartinn hjá sér, enda vinna þar 170 starfsmenn. Það eru alltaf einhverjar nýjungar í gangi, nú eru það splunkunýir tappar á plastflöskurnar, eitthvað sem hefur ekki sést áður hér á landi, áfastir tappar eftir opnun.

„Þannig að þeir fylgja flöskunni alla leið í endurvinnsluna. Tappinn kemur til hliðar og svo er hægt að ýta honum aftur á. Þetta er til þess að tryggja að það fari ekki plast út í náttúruna. Þetta er nýtt á Íslandi. Það er Evróputilskipun, sem kemur í júní 2024 og Evrópa er komin að miklu leyti inn í þetta en við erum fyrst á Íslandi til að koma með þessa útfærslu,“ segir Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Vörustjórnunarsviðs Coca Cola á Íslandi.

Kristín Vala segist vera mjög stolt af verkefninu eins og allir aðrir starfsmenn fyrirtækisins.

„Alveg gríðarlega, það er ótrúlega gaman að sjá þetta. Töppunum hefur verið mjög vel tekið, þetta er bara þáttur fyrir okkur inn í framtíðina og tryggir gæði vörunnar og við fáum umhverfisvænni vöru,“ segir Kristín Vala.

Kristín Vala Matthíasdóttir, framkvæmdastjóri Vörustjórnunarsviðs Coca Cola á Íslandi, sem segist vera mjög stolt og ánægð með nýju áföstu tappana.Magnús Hlynur Hreiðarsson


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×