Schram mættur í hásætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2023 09:00 Frederik Schram í leik með Val. Vísir/Vilhelm Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport] Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira
Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hefði getað sett þrjú“ Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjá meira