Þjónustuðmiðstöðin verður til húsa í Egilsbúð, félagsheimili Neskaupstaðar. Opið verður mánudag, þriðjudag og miðvikudag í komandi viku frá klukkan 11 til 18. Miðstöðin verður opin jafn lengi og hennar er þörf og opnunartími vegna páska verður auglýstur skömmu eftir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum.
Stuðningur við íbúa og aðra verður meðal annars af sálfélagslegum toga. Lögð er áhersla á að þjónustumiðstöðin standi öllum á Austfjörðum til boða. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum síma eða tölvupóst.
Heitt verður á könnunni og allir, sem telja að þjónustan geti gagnast, eru hvattir til að mæta.