Fótbolti

Þrátt fyrir fimm­tán stiga frá­drátt á Juventus enn mögu­leika á Meistara­deildar­sæti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hetja kvöldsins hjá Juventus.
Hetja kvöldsins hjá Juventus. Daniele Badolato/Getty Images

Juventus vann lífsnauðsynlegan sigur í Serie A, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Ítalíu, í kvöld. Með sigrinum á liðið enn möguleika á að ná Meistaradeildarsæti. Það er magnað fyrir þær sakir að fyrr á leiktíðinni voru 15 stig dregin af liðinu.

Juventus vann 1-0 sigur á Verona í kvöld þökk sé marki Moise Kean í síðari hálfleik. Liðið hefur nú unnið sjö af síðustu átta leikjum sínum og er ótrúlegt en satt enn í Meistaradeildarbaráttu.

Inter, sem er líka í baráttunni um Meistaradeildarsæti tapaði óvænt 0-1 á heimavelli fyrir Fiorentina. Giacomo Bonaventura með markið fyrir gestina.

Þá vann Atalanta, sem er einnig í títtnefndri baráttu, 3-1 útisigur á Cremonese. Marten de Roon, Jeremie Boga og Ademola Lookman með mörkin fyrir Atalanta.

Inter er í 3. sæti með 50 stig, Atalanta er í 5. sæti með 48 stig og Juventus er í 7. sæti með 44 stig.


Tengdar fréttir

Stiga­frá­dráttur hjá Juventus og Mourin­ho vill þrjú stig í stór­af­mælis­gjöf

Þeir hafa rekið upp stór augu sem hafa skoðað stöðuna í ítölsku A deildinni í vikunni án þess að lesa fréttir undangenginna daga. Juventus, sem áður var helsti keppinautur Napoli um titilinn og virtist vera á góðri siglingu um 10 stigum á eftir toppliðinu, hafði allt í einu misst 15 stig og var fallið niður í 10. sæti, rétt á eftir Empoli.

„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“

„Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×