„Ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006“ Sindri Sverrisson skrifar 25. janúar 2023 16:02 Juventus gerði 3-3 jafntefli við Atalanta í vikunni í skugga fimmtán stiga refsingarinnar sem félagið hlaut á dögunum. Getty „Við höfum ekki upplifað svona blóðuga viku á Ítalíu síðan 2006, Calciopoli-skandalinn,“ segir Björn Már Ólafsson, sérfræðingur um ítalska fótboltann, en hneykslismálið sem skekur ítalskan fótbolta þessa dagana var rætt í þaula í nýjasta þættinum af Punkti og basta. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en í upphafi þáttar fóru menn í saumana á storminum sem geysar í Tórínó, eftir að ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti að fimmtán stig hefðu verið dregin af Juventus fyrir brot á félagaskiptareglum. Juventus er sakað um að hafa falsað bókhald sitt til að láta líta út fyrir að félagið hefði hagnast meira en ella af félagaskiptum. Fleiri félög voru sökuð um það sama áður en málið var fellt niður í fyrravor, en önnur rannsókn á fjármálum Juventus varð til þess að ný sönnunargögn fundust og málið var tekið upp að nýju. „Það eru fá lönd með eins mörg áfrýjunarstig og Ítalía þannig að við vitum ekkert hvernig þetta endar,“ varaði Björn hlustendur við í Punkti og basta, en sem stendur er Juventus farið úr 3. sæti niður í 10. sæti. Félagið tilkynnti hins vegar strax að úrskurðinum yrði áfrýjað. „Það verður gefið út í lok janúar af hverju félagið fær þessa refsingu,“ sagði Árni Þórður Randversson sem ásamt Birni ræddi málið við Þorgeir Logason í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. „Það hefur ekki komið fram hver brotin nákvæmlega eru, og hver ástæða þess er að refsingin var ekki níu stig eins og saksóknari fór fram á, heldur allt í einu orðin 15. Verður einhver frekari rannsókn á þessu? Það er talað um þessi skattsvik sem Juventus stundar með því að gefa ekki upp launatekjur leikmanna, sem voru greinilega borgaðar undir borðið. Fara leikmennirnir sem tóku við þessum svörtu greiðslum þá í bann? Menn eins og Dybala, De Ligt og fleiri,“ bætti Árni Þórður við. „Það eru margir vinklar á þessu,“ sagði Björn. „Í fyrsta lagi hófst þessi rannsókn á félagaskiptum á Ítalíu fyrir nokkrum árum, og í fyrra var ákveðið að ákæra ekki félögin. Þetta voru Juventus, Napoli og fleiri lið. Það er svo erfitt að sanna að leikmenn séu rangt verðlagðir. Það er mjög erfitt að verðleggja leikmannasamninga með einhverjum almennum markaðshætti. Það er því erfitt fyrir deildina að segja að leikmaður hefði átt að kosta meira eða minna, svo þeir gátu ekki ákært neinn,“ sagði Björn. Önnur félög sleppi nema símhleranir séu fleiri „En svo gerðist það eftir Covid, þegar lögreglan fer að rannsaka þessi skattamál hjá Juventus, og hvort leikmenn hafi raunverulega gefið eftir launin sín, að þeir finna „smoking gun“. Þeir fara að hlera síma og nota símtöl og annað til grundvallar þegar þeir dæma Juventus eitt félaga fyrir brot á þessum reglum. Væntanlega vegna þess að þeir voru bara að hlera símana hjá þeim. Þetta eru tvö mál sem að „overlappa“, og annað málið hjálpaði lögreglunni að leysa hitt. Ég held að þeir muni örugglega fækka stigunum sem að verða dregin af þeim, og draga kannski á endanum 6-9 stig af þeim, en ég efast um að þeir muni ná að dæma önnur lið því þeir eru ekki með sömu símahleranir og sönnunargögn. Eins og til dæmis gagnvart Napoli. Þessi Victor Osimhen-viðskipti voru stórfurðuleg, þar sem tveir unglingaleikmenn voru látnir fara frá Napoli til Lille, voru varla atvinnumenn í fótbolta en verðlagðir mjög hátt. Það er bara svo erfitt að sanna slíkt. Ef þeir eru ekki með símhleranir varðandi það þá held ég að önnur félög en Juventus muni sleppa,“ sagði Björn en umræðuna alla má heyra í þættinum hér að ofan. Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira
Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni hér að neðan en í upphafi þáttar fóru menn í saumana á storminum sem geysar í Tórínó, eftir að ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti að fimmtán stig hefðu verið dregin af Juventus fyrir brot á félagaskiptareglum. Juventus er sakað um að hafa falsað bókhald sitt til að láta líta út fyrir að félagið hefði hagnast meira en ella af félagaskiptum. Fleiri félög voru sökuð um það sama áður en málið var fellt niður í fyrravor, en önnur rannsókn á fjármálum Juventus varð til þess að ný sönnunargögn fundust og málið var tekið upp að nýju. „Það eru fá lönd með eins mörg áfrýjunarstig og Ítalía þannig að við vitum ekkert hvernig þetta endar,“ varaði Björn hlustendur við í Punkti og basta, en sem stendur er Juventus farið úr 3. sæti niður í 10. sæti. Félagið tilkynnti hins vegar strax að úrskurðinum yrði áfrýjað. „Það verður gefið út í lok janúar af hverju félagið fær þessa refsingu,“ sagði Árni Þórður Randversson sem ásamt Birni ræddi málið við Þorgeir Logason í þættinum sem hlusta má á hér að neðan. „Það hefur ekki komið fram hver brotin nákvæmlega eru, og hver ástæða þess er að refsingin var ekki níu stig eins og saksóknari fór fram á, heldur allt í einu orðin 15. Verður einhver frekari rannsókn á þessu? Það er talað um þessi skattsvik sem Juventus stundar með því að gefa ekki upp launatekjur leikmanna, sem voru greinilega borgaðar undir borðið. Fara leikmennirnir sem tóku við þessum svörtu greiðslum þá í bann? Menn eins og Dybala, De Ligt og fleiri,“ bætti Árni Þórður við. „Það eru margir vinklar á þessu,“ sagði Björn. „Í fyrsta lagi hófst þessi rannsókn á félagaskiptum á Ítalíu fyrir nokkrum árum, og í fyrra var ákveðið að ákæra ekki félögin. Þetta voru Juventus, Napoli og fleiri lið. Það er svo erfitt að sanna að leikmenn séu rangt verðlagðir. Það er mjög erfitt að verðleggja leikmannasamninga með einhverjum almennum markaðshætti. Það er því erfitt fyrir deildina að segja að leikmaður hefði átt að kosta meira eða minna, svo þeir gátu ekki ákært neinn,“ sagði Björn. Önnur félög sleppi nema símhleranir séu fleiri „En svo gerðist það eftir Covid, þegar lögreglan fer að rannsaka þessi skattamál hjá Juventus, og hvort leikmenn hafi raunverulega gefið eftir launin sín, að þeir finna „smoking gun“. Þeir fara að hlera síma og nota símtöl og annað til grundvallar þegar þeir dæma Juventus eitt félaga fyrir brot á þessum reglum. Væntanlega vegna þess að þeir voru bara að hlera símana hjá þeim. Þetta eru tvö mál sem að „overlappa“, og annað málið hjálpaði lögreglunni að leysa hitt. Ég held að þeir muni örugglega fækka stigunum sem að verða dregin af þeim, og draga kannski á endanum 6-9 stig af þeim, en ég efast um að þeir muni ná að dæma önnur lið því þeir eru ekki með sömu símahleranir og sönnunargögn. Eins og til dæmis gagnvart Napoli. Þessi Victor Osimhen-viðskipti voru stórfurðuleg, þar sem tveir unglingaleikmenn voru látnir fara frá Napoli til Lille, voru varla atvinnumenn í fótbolta en verðlagðir mjög hátt. Það er bara svo erfitt að sanna slíkt. Ef þeir eru ekki með símhleranir varðandi það þá held ég að önnur félög en Juventus muni sleppa,“ sagði Björn en umræðuna alla má heyra í þættinum hér að ofan.
Ítalski boltinn Punktur og basta Mest lesið Aftur tapar Liverpool Fótbolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Snoop Dogg aftur á leiðinni á Ólympíuleika Sport KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Fleiri fréttir Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Sjá meira