„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. apríl 2023 13:39 Lilja Dögg Alfreðsdóttir segir að tilskipunin verði ekki innleidd eins og hún nú liggur fyrir. Vísir/Vilhelm Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra. Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Lilja fundaði með fulltrúa Evrópusambands í Brussel í vikunni og ræddi fyrirhugaðar breytingar á núgildandi löggjöf Evrópska efnahagssvæðisins um losunarheimildir fyrir flug. Áætlun sambandsins miðar að því að takmarka losun gróðurhúsalofttegunda um að minnsta kosti 55 prósent fyrir árið 2030. Tillögurnar sem lagðar hafa verið fram fela meðal annars í sér kröfur til flugfélaga um notkun vistvænni orkugjafa. Alþingismenn hafa gagnrýnt frumvarpið harðlega. „Mitt markmið var að skýra út frekar sérstöðu Íslands og landfræðilega legu. Það er alveg ljóst að við erum fjær Evrópu en samgöngur innan Evrópu. Og það er þannig að þessi aukna skattheimta hún leggst þyngra á þá staði sem eru fjarri hjarta Evrópu. Ég tel að það sem sé að gerast í þessu máli sé að skilningur sé að aukast og við auðvitað fögnum því. Það er þannig að Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun eins og hún liggur fyrir nú.“ „Hreinlega ekki búið að taka tillit“ Hún telur að ábendingar og varnaðarorð íslenskra ráðamanna hafi strax komið sér til skila. „Hjá framkvæmdastjórninni er það þannig að það var bara hreinlega ekki búið að taka tillit til þessara þátta. Og þá er það auðvitað okkar hlutverk að koma og skýra og gera grein fyrir þjóðhagslegu mikilvægi flugsins á Íslandi. Við höfum verið með tengiflugið í áratugi og með þessu tengiflugi eru auðvitað flugsamgöngur mun betri á Íslandi og við auðvitað erum að koma vöru og þjónustu mun greiðar inn á okkar markaði,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Evrópusambandið Framsóknarflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Fréttir af flugi Tengdar fréttir „Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07 Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57 Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31 Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
„Við getum ekki látið draga okkur inn í þessa sjálfseyðingarhvöt ESB“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson alþingismaður segir nýjar reglur Evrópusambandsins um að sporna gegn mengun vegna flugsamgangna rústa samkeppnisstöðu Íslands. Hann segir svör ESB einkennast af óvirðingu. Ríkisstjórnin verði að standa á sínu. 25. mars 2023 23:07
Svör von der Leyen gefa til kynna að misskilningur hafi verið á ferð Svör Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, við erindi Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra um áhyggjur Íslendinga vegna Fit for 55-áætlunar Evrópusambandsins virðast benda til þess að stjórnvöld hafi misskilið fyrirhugaðar breytingar. 22. mars 2023 10:57
Jafnar byrðar – ekki undanþágur Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. 31. mars 2023 08:31