Jafnar byrðar – ekki undanþágur Bogi Nils Bogason skrifar 31. mars 2023 08:31 Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icelandair Fréttir af flugi Orkumál Orkuskipti Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að íslensk stjórnvöld hafa lagt talsverða vinnu í að Evrópusambandið taki landfræðilega legu Íslands til greina þegar aukinn kostnaður mun leggjast á flugfélög innan álfunnar vegna kolefnislosunar á næstu árum. Útfærsla löggjafarinnar hefur nefnilega í för með sér auknar byrðar fyrir Ísland umfram önnur lönd, einungis vegna landfræðilegrar stöðu. Málið snýst ekki um að Ísland fái undanþágur, heldur einungis að flugfélög sem reka tengimiðstöð á Íslandi taki á sig sambærilegan kostnað og önnur evrópsk flugfélög sem fljúga yfir hafið, milli Evrópu og Norður-Ameríku. Metnaðarfull markmið um orkuskipti í flugi Um 3% af CO2 útblæstri heimsins kemur frá flugi. Við hjá Icelandair tökum loftslagsmálin mjög alvarlega og höfum sett okkur metnaðarfull markmið í því sambandi. Félagið hefur þegar stigið mikilvæg skref í átt að þeim markmiðum og hefur á síðustu fimm árum fjárfest fyrir um 100 milljarða króna í nýjum flugvélum sem eru mun umhverfisvænni en eldri vélategundir. Áframhaldandi fjárfestingar í þessa átt munu eiga sér stað hjá félaginu á næstu árum ef markmið þess ganga eftir. Félagið tekur jafnframt þátt í alþjóðlegum samstarfsverkefnum sem snúa að þróun vetnis- og rafmagnsflugvéla fyrir innanlandsflug. Við erum bjartsýn á að fyrir lok þessa áratugar verði flugflotinn í innanlandsfluginu okkar knúinn áfram af 100% grænni orku. Þá er ljóst að ef markmið Icelandair og fluggeirans í heiminum í loftslagsmálum eiga að ganga eftir þá verður framleiðsla á sjálfbæru flugvélaeldsneyti að aukast verulega á næstu árum. Þar hefur Ísland tækifæri til að stíga stór skref. Í því skyni hefur Icelandair meðal annars skrifað undir viljayfirlýsingu um kaup á sjálfbæru flugvélaeldsneyti sem fyrirhugað er að framleitt verði hér á landi. Um hvað snýst baráttan? En aftur að baráttu íslenskra stjórnvalda gagnvart Evrópusambandinu sem Icelandair styður heilshugar. Að undanförnu hafa ýmsir komið fram og mótmælt því að stjórnvöld séu að standa í þessari baráttu. Rökin eru í flestum tilvikum að Ísland eigi að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum og ekki biðja um undanþágu á neinu sem að þeim málum snýr. En málið snýst einmitt ekki um undanþágur heldur einungis að kostnaður sé lagður jafnt á ríki innan EES. Af hverju á hærri hlutfallslegur kostnaður að leggjast á flug milli Parísar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið er beint? Eða á flug milli Hamborgar og Boston í gegnum Ísland en ef flogið væri í gegnum Frankfurt? Það er nauðsynlegt að spyrja þessara spurninga ekki síst í ljósi þess að í mörgum tilvikum er umhverfisvænna að fljúga á nýjustu tegundum mjóþotna (e. narrow body) milli heimsálfanna með viðkomu á Íslandi en á breiðþotum beint yfir hafið. Það er ljóst að ef reglurnar verða innleiddar óbreyttar verða áhrifin á Ísland verulega neikvæð. Auk þess mun eiga sér stað svokallaður kolefnisleki. Það þýðir að flugið mun ekki minnka heldur einfaldlega færast til. Kolefnislosun mun því ekki dragast saman, hún mun jafnvel aukast. Varla getur það verið markmiðið. Höfundur er forstjóri Icelandair.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun