Innlent

Kötturinn fannst heill á húfi eftir snjó­flóðið

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stúlkan var að vonum glöð.
Stúlkan var að vonum glöð. Lögreglan/Landsbjörg

Köttur sem týndist í snjóflóðinu í Neskaupstað í liðinni viku hefur fundist heill á húfi.

Eftir að snjóflóð féll á hús í Neskaupstað á mánudag hvarf heimilisköttur sem er í eigu ungrar stúlku í bænum.

„Lýst var eftir honum og er skemmst frá að segja að hann er kominn heim heilu á höldnu. Ánægjuleg tíðindi og ósk okkar og von að sé til marks um að ástand mála sé smátt og smátt að lagast á Austurlandi,“ segir í tilkynningu lögreglunnar á Austurlandi.


Tengdar fréttir

Markmiðið að hlúa að íbúum eftir áfall síðustu daga

Viðbúið er að rýmingum verði aflétt í miklum mæli á Austfjörðum í dag en ekki er útlit fyrir að hægt verði að aflétta alls staðar strax. Mikil úrkoma er á svæðinu samhliða hlýindum og hafa flóð fallið nokkuð víða. Lögreglustjóri á Austurlandi segir markmiðið nú vera að hlúa að íbúum en ljóst sé að langtímaáhrif séu áföllum sem þessum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×