Segist enn vera sár yfir brottrekstrinum frá Chelsea Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. apríl 2023 07:00 Thomas Tuchel er enn sár yfir því að hafa verið rekinn frá Chelsea. Christina Pahnke - sampics/Getty Images Thomas Tuchel, nýráðinn knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, segist enn vera sár yfir því að hafa verið látinn fara frá enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea fyrr á tímabilinu. Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira
Tuchel var rekinn látinn fara frá Chelsea í september á síðasta ári eftir 1-0 tap gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeild Evrópu kvöldið áður. Hann mun stýra Bayern München í fyrsta sinn þegar liðið tekur á móti hans gömlu lærisveinum í Dortmund í toppslag þýsku úrvalsdeildarinnar klukkan 16:30 síðar í dag. Á blaðamannafundi fyrir leikinn fór Tuchel stuttlega yfir tíma sinn hjá Chelsea og sagði meðal annars frá því að hann hafi verið rekinn eftir fund sem stóð yfir í aðeins örfáar mínútur. „Þetta kom mikið á óvart. Ég fann þetta samt á mér þegar ég keyrði inn á æfingasvæðið,“ sagði Tuchel. „Fundurinn var óvenjulegur og var í raun mjög stuttur. Hann varði í um það bil þrjár til fimm mínútur. Þeir voru nú þegar búnir að taka ákvörðunina og í hreinskilni sagt kom þetta okkur mjög á óvart. Ég var heldur ekki í neinu skapi til að tala við þá lengur.“ „Við höfðum það á tilfinningunni að við værum á góðum stað. Okkur leið eins og við gætum afrekað mikið og ég vildi vera lengur. Svo einfalt er það,“ bætti Þjóðverjinn við. „Þetta er enn sárt að einhverju leyti. Ég fæ ekki lengur að sjá fólkið í kringum klúbbinn daglega. Ég elska þetta starf og hef mikla ástríðu.“ „Við mynduðum ótrúlega sterk tengsli miðað við aðstæður. Við byrjuðum í miðjum kórónuveirufaraldri og Brexit og svo skipti félagið um eigendur. Við vorum sterkur hópur, en það var ekki í mínum höndum að taka þessa ákvörðun. Ég var ekki lengur hluti af hópnum. Af hóp sem var eins og fjölskylda,“ sagði Tuchel að lokum.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjá meira