Fótbolti

Birkir aftur heim í Viking

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Birkir Bjarnason klæðist dökkblárri treyju Viking á nýjan leik.
Birkir Bjarnason klæðist dökkblárri treyju Viking á nýjan leik. viking

Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta frá upphafi, hefur samið við norska úrvalsdeildarliðið Viking út tímabilið.

Birkir þekkir vel til hjá Viking en ferill hans hófst hjá liðinu og hann spilaði með því til 2011. Hann lék 122 leiki fyrir Viking og skoraði nítján mörk.

Birkir lék síðast með Adana Demirspor í Tyrklandi en fékk fá tækifæri með liðinu í vetur. Hann lék með Adana Demirspor í tæp tvö tímabil, alls 45 leiki og skoraði sjö mörk.

Viking endaði í 11. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Keppni tímabilið 2023 hefst annan í páskum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.