Enski boltinn

Rooney biður um boxbardaga þegar hann fær sér í glas

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Wayne Rooney og umboðsmaðurinn Eddie Hearn.
Wayne Rooney og umboðsmaðurinn Eddie Hearn. getty/Ben Hoskins

Þegar Wayne Rooney er búinn að fá sér í tána heyrir hann stundum í umboðsmanninum Eddie Hearn og biður hann um að setja upp boxbardaga fyrir sig.

„Þegar Wayne hefur fengið sér í glas sendir hann mér skilaboð og byjar: ég vil berjast við þennan og hinn. Og ég verð spenntur. Hann segir finndu bardaga fyrir mér gegn þessum og hinum,“ sagði Hearn í hlaðvarpi Peters Crouch, fyrrverandi samherja Rooneys í enska landsliðinu.

Í öðru hlaðvarpi, hjá Rio Ferdinand, sem Rooney lék lengi með hjá Manchester United og enska landsliðinu, sagði Hearn að bardagi Rooney og samfélagsmiðlastjörnunnar Jake Paul myndi trekkja meira að bardagi Pauls og KSI.

„Ég hef reyndar nokkrum sinnum talað við Wayne um bardaga við Jake Paul. Þegar hann er búinn að rífa þakið af nokkrum rauðum sendir hann mér skilaboð og segist vilja berjast við gaurinn.“

Rooney er í dag þjálfari DC United í Bandaríkjunum sem Guðlaugur Victor Pálsson leikur með. Hann var áður knattspyrnustjóri Derby County.

Rooney er markahæsti leikmaður í sögu United og næstmarkahæstur í sögu enska landsliðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×