Innlent

Páll Orri og Lovísa vilja leiða Heim­dall

Atli Ísleifsson skrifar
Lovísa Ólafsdóttir og Páll Orri Pálsson.
Lovísa Ólafsdóttir og Páll Orri Pálsson. Aðsend

Páll Orri Pálsson, meistaranemi í lögfræði, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns Heimdallar - félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Lovísa Ólafsdóttir, hagfræðinemi býður sig fram til varaformanns.

Í tilkynningu kemur fram að Páll Orri sé 24 ára uppalinn Keflvíkingur sem sé á sínu lokaári í meistaranámi í lögfræði í Háskólanum í Reykjavík. 

„Hann hefur verið virkur í ungliðastarfi flokksins um árabil, sat í stjórn Heimis, félags ungra sjálfstæðismanna í Keflavík og hefur setið í framkvæmdastjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna frá árinu 2019. Þá sat hann í aðalstjórn nemendafélags Fjölbrautaskóla Suðurnesja öll sín menntaskólaár og gegndi embætti formanns síðasta árið sitt.

Lovísa er 21 árs hagfræðinemi við Háskóla Íslands sem situr í stjórn Ökonomiu, félags hagfræðinema við skólann. Áður gekk Lovísa í Verzlunarskóla Íslands og var þar virk í félagsstarfinu, sat hún í stjórn Nemó og var í MORFÍs liði skólans og sigraði keppnina, ásamt liðinu, árið 2019,“ segir í tilkynningunni.

Framboðið í heild. Á myndina vantar Elísabetu Söru og Gísla Garðar.Aðsend

Ásamt Páli og Lovísu bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram í stjórn:

  • Alma Jenný Arnarsdóttir, 22 ára, starfsmaður hjá Sýn
  • Ásdís Karen Halldórsdóttir, 23 ára, nemi í fjármálaverkfræði við Háskólann í Reykjavík og knattspyrnukona
  • Birkir Örn Þorsteinsson, 21 árs, nemi í hagfræði við Háskóla Íslands
  • Dóra Tómasdóttir Nordal, 18 ára, nemi í Menntaskólanum í Reykjavík
  • Eydís Helga Viðarsdóttir, 20 ára, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands
  • Gísli Garðar Bergsson, 19 ára, nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Mikael Harðarson, 24 ára, starfsmaður hjá Verði - tryggingarfélagi
  • Pétur Már Sigurðsson, 22 ára, frumkvöðull
  • Salka Sigmarsdóttir, 20 ára, nemi í Verzlunarskóla Íslands
  • Victor Snær Sigurðsson, 22 ára, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík

Þá bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram í varastjórn:

  • Eymar Jansen, 22 ára, nemi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands
  • Emilíanna Rut Mikaelsdóttir, 20 árs, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands
  • Elísabet Sara Gísladóttir, 20 ára, nemi í lífeindafræði við Háskóla Íslands
  • Kári Freyr Kristinsson, 20 ára, nemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík
  • Styrkár Davíðsson, 19 ára, athafnamaður
  • Ragnar Alex Ragnarsson, 22 ára, nemi í lögfræði við Háskóla Íslands


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×