Ríkisstjórinn Andy Beshear segir í tísti að „slæmar fréttir“ hafi borist og bendi fyrstu upplýsingar til að fólk hafi látist í slysinu.
Ekki liggur fyrir um fjölda látinna, en staðarmiðlar segja að níu manns kunni að hafa týnt lífi.
We ve got some tough news out of Fort Campbell, with early reports of a helicopter crash and fatalities are expected. @kystatepolice, @KentuckyEM and local officials are responding. We will share more information as available. Please pray for all those affected.
— Governor Andy Beshear (@GovAndyBeshear) March 30, 2023
Staðarmiðlar greina frá því að slysið hafi orðið um 21:35 að staðartíma, eða um hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað margir hafi verið um borð í þyrlunum tveimur.
Slysið var í Trigg-sýslu, ekki langt frá Fort Campbell herstöðinni suðvestarlega í ríkinu, nærri ríkjamörkunum að Tennessee.
Talsmaður herstöðvarinnar staðfestir að tvær HH60 Blackhawk þyrlur hafi rekist saman á flugi við æfingar 101. deild flughersins á svæðinu. Málið sé til rannsóknar og von sé á frekari upplýsingum síðar.