Erlent

Fjöldi látinn eftir á­rekstur tveggja her­þyrlna í Ken­tucky

Atli Ísleifsson skrifar
Þyrlurnar sem rákust saman voru af gerðinni HH60 Blackhawk.
Þyrlurnar sem rákust saman voru af gerðinni HH60 Blackhawk. Getty

Manntjón varð þegar tvær Blackhawk-herþyrlur rákust saman í Kentucky í Bandaríkjunum í nótt.

Ríkisstjórinn Andy Beshear segir í tísti að „slæmar fréttir“ hafi borist og bendi fyrstu upplýsingar til að fólk hafi látist í slysinu. 

Ekki liggur fyrir um fjölda látinna, en staðarmiðlar segja að níu manns kunni að hafa týnt lífi.

Staðarmiðlar greina frá því að slysið hafi orðið um 21:35 að staðartíma, eða um hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Ekki hafa fengist upplýsingar um hvað margir hafi verið um borð í þyrlunum tveimur.

Slysið var í Trigg-sýslu, ekki langt frá Fort Campbell herstöðinni suðvestarlega í ríkinu, nærri ríkjamörkunum að Tennessee.

Talsmaður herstöðvarinnar staðfestir að tvær HH60 Blackhawk þyrlur hafi rekist saman á flugi við æfingar 101. deild flughersins á svæðinu. Málið sé til rannsóknar og von sé á frekari upplýsingum síðar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×