Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 23:31 Roman Abramovich var eigandi Chelsea til fjölda ára. Nordicphotos/AFP Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira