Hörðuvallaskóla verður skipt í tvennt Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 29. mars 2023 18:17 Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Vísir/Vilhelm Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga. Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór. Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Hörðuvallaskóli er stærsti grunnskóli landsins, með um 800 nemendur, og talsvert fjölmennari en þeir skólar sem næstir koma. Fjölgun nemenda er ein af forsendum tillögunnar auk þess sem húsnæði unglingadeildar í Vallakór hefur verið stækkað og betrumbætt. Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að yngri nemendur muni áfram vera í húsnæðinu við Baugakór og mun sá skóli áfram heita Hörðuvallaskóli. Unglingastigið verður áfram í húsnæðinu við Vallakór og mun sá skóli fá nýtt nafn. „Í fámennari skóla fær hver nemandi sterkari rödd og tækifæri aukast til að efla enn frekar nemendalýðræði. Breytingarnar eru því til þess fallnar að skapa enn betri skólabrag,“ segir í tillögu Menntasviðs Kópavogs um skiptingu skólanna. Tillagan hefur verið samþykkt í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Stjórnendur Hörðuvallaskóla hafa tekið þátt í samráði og undirbúningi vegna þessara breytinga og á næstu vikum fer fram vinna við nánari útfærslu og skipulag næsta skólaárs miðað við tvo sjálfstæða skóla. Í þeirri vinnu verður samráð haft við skólaráð og stjórn foreldrafélags Hörðuvallaskóla og foreldrar verða upplýstir reglulega. Jafnframt verður leitast við að skapa nemendum tækifæri til þátttöku í mótun skólans og meðal annars efnt til nafnasamkeppni meðal nemenda um heiti á nýja skólann við Vallarkór.
Skóla - og menntamál Kópavogur Grunnskólar Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljónir frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira