Erlent

Kona skaut sex til bana í skóla í Nas­hvil­le

Samúel Karl Ólason og Máni Snær Þorláksson skrifa
Lögregluþjónar felldu árásarmanninn, samkvæmt lögreglunni.
Lögregluþjónar felldu árásarmanninn, samkvæmt lögreglunni. Lögreglan í Nashville

Þrjú börn og þrír fullorðnir voru skotin til bana af konu sem hóf skothríð í kristnum einkaskóla í Nashville í Bandaríkjunum í dag. Konan var síðan skotin til bana af lögregluþjónum sem mættu á vettvang.

Ekki liggur fyrir hve margir ef einhverjir eru særðir en slökkvilið Nashville segist hafa flutt nokkra á sjúkrahús. Það gæti þó átt við börnin sem öll voru úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og voru þau öll skotin til bana.

Að sögn lögreglunnar virtist konan sem um ræðir vera á táningsaldri. Það hefur þó nú verið staðfest að hún var 28 ára gömul. Ekki er vitað hvort eða hvernig hún tengist skólanum. Hún var skotin til bana af lögregluþjónum.

„Við vitum að hún var vopnuð að minnsta kosti tveimur hríðskotarifflum og skammbyssu. Við erum núna að vinna í því að bera kennsl á hana,“ segir Don Aaron, lögreglustjóri í Nashville, á blaðamannafundi sem haldinn var í kjölfar árásarinnar.

Fréttakona héraðsmiðilsins WKRN segir foreldra hafa sótt önnur börn í skólanum.

Um tvö hundruð nemendur eru í skólanum sem um ræðir. Hann kallast The Covenant School á ensku og er á vegum lútherskrar kirkju.

128 fjöldaskotárásir hafa nú verið framdar í Bandaríkjunum á þessu ári samkvæmt gögnum úr The Gun Violence Archive. Í gögnunum er það skilgreint sem fjöldaskotárás ef að minnsta kosti fjórir láta lífið fyrir utan árásarmanninn. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.