Innlent

Komnir í blíðu í Vík eftir að hafa festst í blindbyl

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Skjótt skipast veður í lofti. Þessir ferðamenn, sem margir hverjir áttu flug til síns heima á morgun voru farnir að undirbúa það að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri eftir að hafa festst þar í blindbyl.
Skjótt skipast veður í lofti. Þessir ferðamenn, sem margir hverjir áttu flug til síns heima á morgun voru farnir að undirbúa það að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri eftir að hafa festst þar í blindbyl. aðsend

Tugir ferðamanna voru veðurtepptir í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri um fjögur leytið í dag. Vel tókst til við að losa bíla og eru nú flestir ferðamenn mættir í blíðuna í Vík. 

„Það er alveg lygilegt hvernig þetta leystist,“ segir Alfreð Alfreðsson, leiðsögumaður sem hafði verið að leiðsegja 18 ferðamönnum í dag áður en blinbylur skall á. Önnur rúta með ferðamönnum festist einnig á sömu slóðum.

„Veðrið var alveg snarvitlaust eftir að við keyrðum framhjá Lómagnúpi, þá er maður í þannig stöðu að maður getur ekki stoppað, þú snýrð ekkert við. Svo þegar við komum að Kirkjubæjarklaustri stoppuðu Björgunarsveitir okkur og bílar fóru að hrannast upp við Skaftárskála, 30 bílar og sennilega um 7 rútur.“

Svona var staðan á Kirkjubæjarklaustri upp úr klukkan fjögur í dag. aðsend

Fólk hafi farið að undirbúa það að þurfa að gista nóttina á Kirkjubæjarklaustri. Björgunarsveitir leystu hins vegar snögglega úr teppunni.

„Þeir voru ótrúlega snöggir til og nú er maður bara kominn í blíðu í Vík,“ segir Alfreð.

Fjöldi ferðamanna biðu í Skaftárskála.aðsend

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að allt hafi gengið stóráfallalaust fyrir sig, hvað verkefni björgunarsveitar varðar.  

„Það var einn bíll sem fór út af rét utan við Klaustur en það leystist. Þetta snerist aðallega um lokunina. Það vill nú þannig til að ég keyrði í gegnum þetta sjálfur, það var mjög blint.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×