Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 13:56 Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt og svæðið þar sem ekið var á hana í gær. Aðsend Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira
Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Fleiri fréttir Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Sjá meira