Kallar eftir varkárni ökumanna eftir að hafa orðið fyrir bíl Bjarki Sigurðsson skrifar 24. mars 2023 13:56 Hildur Gunnlaugsdóttir arkítekt og svæðið þar sem ekið var á hana í gær. Aðsend Ekið var á arkitektinn Hildi Gunnlaugsdóttur er hún hjólaði á gangstétt upp Njálsgötu í gær. Hún slapp vel með skrekkinn en biður ökumenn um að gæta sín betur þegar gangstéttir eru þveraðar. Hver viti nema kona með barnavagn eða barn á hjóli sé sá sem er á leið á gangstéttinni. Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur. Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira
Hildur Gunnlaugsdóttir var að hjóla upp Njálsgötuna í gær þegar bíll kemur úr skoti fyrir aftan Austurbæjarbíó. Sjálf var hún stödd á gangstéttinni en bílstjórinn stöðvaði bílinn ekki áður en ekið var yfir stéttina. Ekki mikið slösuð Bíllinn lenti á hægri hlið Hildar og kastaðist hún út á götu. Í samtali við fréttastofu segist hún vera fegin að enginn bíll hafi verið að keyra niður götuna, þá hefði hún geta lent undir honum. Hún slasaðist sem betur fer ekki mikið. „Mér var sagt á bráðamóttökunni í gær að ég væri í adrenalínsjokki, það sé margt sem geti komið fram seinna. Það var tekin mynd af hnénu mínu, ég er bólgin þar. Svo er ég að finna marbletti hér og þar á stöðum sem ég fann ekkert fyrir í gær. Maður er í svo miklu sjokki að maður einhvern veginn tekur ekki alveg eftir því. Vonandi ekkert alvarlegt samt,“ segir Hildur. Hún segir augnablikið sem ekið var á hana hafa liðið mjög hægt, en á sama tíma svo hratt. Allt í einu hafi bíllinn verið þarna og hún horfir á hann keyra á sig. „Ég er á rafmagnshjóli en ég var á leiðinni upp brekku og ég var bara með það í lægstu stillingunni. Mér finnst svo gott að hjóla með svo ég sé ekki algjörlega að svindla. Ég var ekki á miklum hraða, alls ekki. Ég held að bíllinn geti ekki hafa verið á miklum hraða en það hefði verið frábært ef hún hefði stoppað og horft inn á gangstéttina. Hvort það væri einhver að koma en ekki keyrt út á miðja gangstétt,“ segir Hildur. Skýringamynd sem Hildur birti á Instagram í gær. Áttaði sig seinna á alvarleikanum Hún áttaði sig ekki almennilega á því hversu vel hún slapp fyrr en hún fór með hjólið í tjónaskoðun í dag. Þá sá hún að það var allt beyglað og brotið. „Stýrið var beyglað algjörlega í hina áttina, það var brotið, keðjan laus og einhverjir gormar lausir. Þá fattaði ég að þetta var alveg þó nokkuð högg. Sem betur fer hef eg bara verið heppin. Karfan mín brotnaði af og var öll beygluð undir hjólinu. Þetta var pínu sjokkerandi,“ segir Hildur. Atvikið lét hana hugsa hvernig hlutirnir væru ef þetta hefði verið barn að hjóla eða kona á gangi með barnavagn. Hún segir ökumenn of fókuseraða á að fylgjast með hvort aðrir bílar séu að koma að þeir gleyma þeim sem eru gangandi, á hjóli eða á hlaupahjóli. „Plís, stoppaðu og horfðu í báðar áttir áður en þú ferð yfir gangstétt. Til dæmis þarna þá hefði ég líka getað verið að hjóla á götunni en þá hefði ég verið á móti umferð. Það eru líka fullt af bílum að bakka út á götuna. Maður heyrir alltaf að það sé öruggast að hjóla á gangstéttinni ef það er ekki stígur og maður er að vanda sig við að gera allt rétt,“ segir Hildur.
Samgöngur Hjólreiðar Umferðaröryggi Samgönguslys Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Fleiri fréttir Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Sjá meira