Átök í mótmælum vegna umdeildra breytinga á dómstólum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. mars 2023 08:00 Til átaka kom í gær. AP/Ohad Zwigenberg Benjamin Netanyahu, forsætisráherra Ísrael, sagðist í gær ákveðinn í því að knýja fram breytingar á lögum er varða dómstóla, þrátt fyrir hörð mótmæli síðustu vikna. Þúsundir mótmæltu breytingunum í gær og átök brutust út milli mótmælenda og stuðningsmanna Netanyahu. Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum. Ísrael Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Umræddar lagabreytingar munu gefa stjórnvöldum meira vald við útnefningu dómara, takmarka mjög vald hæstaréttar landsins til að úrskurða um lagasetningar og veita þinginu vald til að snúa, eða fara gegn, niðurstöðum dómstóla. Breytingarnar eru eitt heitasta innanríkismál Ísrael í sögu landsins, enda segja gagnrýnendur þær hreina og beina ógn við lýðræðið. „Þetta eru ekki endalok lýðræðisins heldur styrking lýðræðisins,“ vildi Netanyahu hins vegar meina í gær. Sagði hann breytingunum ætlað að koma aftur á valdajafnvægi milli kjörinna fulltrúa og ókjörinna dómara. Forsætisráðherrann sagði aukið vald stjórnvalda yfir útnefningum hæstaréttadómara opna dómstólinn fyrir fleiri sjónarmiðum, sem áður höfðu verið útilokuð. „Við viljum ekki dómstól sem er stjórnað, heldur dómstól sem er í jafnvægi,“ sagði hann. Netanyahu sagðist myndu gera allt til að lægja öldurnar vegna breytinganna. Þúsundir mótmæltu í Tel Aviv í gær. AP/Oded Balilty Mótmælendur eru hins vegar ekki á því að hætta og þá vakti það litla hrifningu að þingið samþykkti í gær með eins atkvæðis meirihluta að gera það enn erfiðara að fjarlægja forsætisráðherrann úr embætti. „Eins og þjófar um nótt hefur bandalagið nú samþykkt ógeðfelld og spillt persónuleg lög,“ sagði Yair Lapid, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, um löggjöfina sem færir valdið til að koma forsætisráðherranum frá úr höndum dómsmálaráðherra og dómstólanna í hendur þingsins. Nú þarf samþykki þriggja fjórðuhluta ráðherra og 80 af 120 þingmönnum til að koma forsætisráðherranum frá. Breytingin kemur sér afar vel fyrir Netanyahu en dómsmálaráðherrann hafði talað fyrir því að meina forsætisráðherranum aðkomu að breytingum á dómstólum, þar sem hann er sjálfur skotmarkið í nokkrum yfirstandandi dómsmálum.
Ísrael Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira