Innlent

Vin­sælustu nöfnin í fyrra: Emil skákar Aroni og Embla heldur sínu sæti

Máni Snær Þorláksson skrifar
Það er spurning hvort sýningar Borgarleikhússins á Emil í Kattholti hafi haft einhver áhrif á nýbakaða foreldra í fyrra.
Það er spurning hvort sýningar Borgarleikhússins á Emil í Kattholti hafi haft einhver áhrif á nýbakaða foreldra í fyrra. Borgarleikhúsið

Emil var vinsælasta fyrsta eiginnafn hjá nýfæddum drengjum á síðasta ári. Alls fengu 42 drengir nafnið Emil. Embla var vinsælasta fyrsta eiginnafn stúlkna hér á landi í fyrra en alls var 30 stúlkum gefið nafnið Embla.

Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá yfir mannanöfn sem gefin voru á síðasta ári. Hástökkvari ársins er nafnið Viktor sem var næstvinsælasta nafn síðasta árs en nafnið var í þrítugasta sæti fyrir árið 2021. 

Aron, sem hefur verið vinsælasta eiginnafn drengja síðustu ára, er að þessu sinni í þriðja sæti en alls fengu 28 það nafn í fyrra.

Aþena var næst vinsælasta stúlknanafn síðasta árs og Emma þar á eftir. 26 stúlkur fengu nafnið Aþena á meðan 23 fengu nafnið Emma.

Vinsælasta annað eiginnafn síðasta árs var Þór en 83 drengir fengu það sem annað eiginnafn. Rós var vinsælasta annað eiginnafn stúlkna en alls fengu 45 það nafn í fyrra. 

Hér má sjá tíu vinsælustu nöfn síðasta árs.Þjóðskrá

Þegar horft er á samanburð milli ára má sjá að drengjanafnið Þór stendur í stað frá fyrra ári og heldur fyrsta sæti. Hrafn fer úr níunda sæti í annað og Máni stendur í stað í því þriðja. Hvað nöfn stúlkna varðar má sjá að Rós trónir á toppnum líkt og í fyrra. Sól fer upp úr fimmta sæti í annað sætið og Ósk stendur í stað frá fyrra ári.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×