Tveggja tíma bið eftir strætóferð til höfuðborgarinnar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 23. mars 2023 11:25 Strætóskýlið við Keflarvíkurflugvöll á Kjóavelli. Skýlið komumegin var ekki auðfundið. Vísir/Egill Eina strætóskýlið á Keflavíkurflugvelli er í talsverði fjarlægð frá flugvallabyggingunni og er hvergi auglýst. Flestir ferðamenn virðast ekki hafa hugmynd um að sá möguleiki að ferðast með strætó til höfuðborgarinnar sé til staðar. Ferðirnar eru reyndar stopular og góður krókur er tekinn í Reykjanesbæ. Þá er ekki farið lengra en til Hafnarfjarðar um helgar. En allt stendur þetta til bóta. Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni. Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Mikillar óánægju hefur lengi gætt með samgöngur til og frá Leifsstöð. Víða erlendis eru strætisvagnar fyrsta val ferðamanna þegar kemur að ferðum til og frá flugvöllum. Það er hinsvegar ekki lenskan hér á landi, en þrátt fyrir að strætisvagn sé vissulega í boði eru ekki margir sem hreinlega gera sér grein fyrir því þar sem það er hvergi auglýst. Svo er óhætt að segja að eina strætóskýlið nálægt Leifstöð sé vandfundið. Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins lagði fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar í febrúar síðastliðnum. Hvorki aðgengileg né augljós Í aðsendri grein á Vísi um málefnið sagði Hildur að allt sem viðkæmi Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar væri í hálfgerðum lamasessi. „Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur,“ sagði Hildur. Frétta- og tökumaður ákváðu að sannreyna þetta og taka út aðstæður í Leifsstöð í gær, sem sjá má í innslaginu hér fyrir ofan. Eftir smávægis basl við að finna eina strætóskýlið á svæðinu rétt misstum við af vagni 55. Næsta ferð var ekki fyrr en tæpum tveimur tímum síðar. Langflestir ferðamenn sem koma til landsins ferðast til höfuðborgararinnar með rútum einkafyrirtækja.Vísir/Vilhelm Rútur voru hinsvegar á hverju strái og ferðamenn streymdu í þær. Það virtist renna stoðum undir þá kenningu að ferðamenn almennt hafi ekki hugmynd um að strætó sé í boði líkt og fram kom í umfjöllun Vísis um málið í fyrra. Starfshópur vinnur að úrbótum En allt stendur þetta til bóta. Innviðaráðherra hefur skipað starfshóp og boðar úrbætur í málaflokknum. Búist er við fyrstu tillögum starfshópsins í næsta mánuði og tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Í hópnum eiga sæti fulltrúar ráðuneytisins, Vegagerðarinnar, Isavia, Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort strætóskýlið verði fært nær flugstöðinni.
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Strætó Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Reykjanesbær Tengdar fréttir Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01 Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18 Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01 „Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Vel gert herra strætómálaráðherra Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. 2. mars 2023 12:01
Gleðilegt að bæta eigi úr samgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli Starfshópur á vegum innviðaráðherra á að skila af sér tillögum að úrbótum á almenningssamgöngum til og frá Keflavíkurflugvelli fyrir næsta sumar í apríl á þessu ári. Tillögur til lengri tíma eiga að liggja fyrir í haust. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fagnar því að ráðast eigi í úrbætur. 1. mars 2023 22:18
Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. 2. febrúar 2023 07:01
„Þetta var algjör hörmung“ Samgönguverkfræðingur segir ekkert því til fyrirstöðu að á höfuðborgarsvæðinu verði til almenningssamgöngur á pari við þær sem finna má í borgum á borð við Lundúnir og Kaupmannahöfn - en halda þurfi rétt á spöðunum. Fréttastofa tók snúning á samgöngumálunum og ræddi við ferðamenn, sem sögðu farir sínar ekki sléttar af Strætó. 31. október 2022 09:00