Vel gert herra strætómálaráðherra Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. mars 2023 12:01 Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Strætó Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar