Vel gert herra strætómálaráðherra Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. mars 2023 12:01 Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Strætó Keflavíkurflugvöllur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári sendi ég innviðaráðherra fyrirspurn um hvort standi til að bæta almenningssamgöngur til Keflavíkurflugvallar. Í gær barst mér svo skýrt svar þar sem ráðherra segir lengstra orða að hann ætli að stofna starfshóp sem eigi annars vegar að koma að umbótum á þjónustunni fyrir sumarið og hins vegar aðgerðaáætlun um úrbætur á næstu þremur árum. Horft verður til leiðakerfis, þjónustustigs, verðskrár, staðsetningar og umgjörðar biðstöðva og kolefnisfótspors. Þetta er fagnaðarefni og ráðherra til hróss. Merki um þróað nútímasamfélag Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Gestir frá nágrannalöndum eru vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Þess vegna er sérlega gott að í svari ráðherra segir til skýrt að það eigi tvímælalaust að skoða að færa biðskýli Strætó nær flugstöðvabyggingunni. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að ekki er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Verður að stuðla að aðgengilegum almenningssamgöngum Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum almenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Því er gott að sjá að tilvonandi starfshópur eigi að vera með fulltrúa Vegagerðinnar ásamt Isavia og Strætó bs., Samtaka sveitarfélaga á Suðurnesjum og Kadeco til að hægt sé að tækla málið heildstætt. Sem þingmaður Reykjavíkur get ég þó ekki látið undir höfuð leggjast að passa upp á hagsmuni Reykvíkinga í þessari væntanlegu samgöngubót og bendi á að í hópinn vantar fulltrúa höfuðborgarinnar. Þegar öllu er á botninn hvolft á einfaldlega að vera hægt að komast til og frá flugvellinum með aðgengilegum almenningssamgöngum. Fyrirspurn mín til ráðherra laut að því að vekja athygli á að það er ekki staðan. Það er gleðilegt að fyrirspurnin hafi komið hreyfingu á málið og ég mun fylgjast spennt með vinnu hópsins sem fær það mikilvæga verkefni að láta þetta kerfi virka svo sómi sé að. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun