Strætósamgöngur milli KEF og RVK eru óboðlegar Hildur Sverrisdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Keflavíkurflugvöllur Strætó Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Reykjanesbær Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég lagði í gær fram fyrirspurn til innviðaráðherra um almenningssamgöngur til Keflavíkuflugvallar. Hún lætur frekar lítið yfir sér en snertir mál sem er mikilvægara en það virðist í fyrstu. Keflavíkurflugvöllur er langmikilvægasta gátt Íslendinga út í heim og gesta til Íslands. Flugvöllurinn er í um 50 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni en þaðan liggja allar leiðir um landið. Það er auðvitað hverjum frjálst að taka rútur ferðaþjónustufyrirtækjanna, leigubíla eða greiða fyrir eigin bíl í langtímastæði. Samt er það grundvallarmál að í boði séu almenningssamgöngur sem virka til og frá mikilvægasta alþjóðaflugvelli landsins og höfuðborgarinnar. Það er jafnræðismál ekki síður en öryggisatriði. Það geta ekki allar fjölskyldur séð af bílnum meðan einn fer til útlanda, það eiga ekki allir bíla og það treysta sér ekki allir til að keyra til Keflavíkur um miðja vetur. Merki um þróað nútímasamfélag Gestir frá nágrannalöndum eru sömuleiðis vanir því að aðgengilegar samgöngur séu í boði og gangi smurt fyrir sig frá flugvelli og í miðborg. Þetta einfaldlega þykir merki um þróað og nútímalegt samfélag og er partur af samkeppnishæfni ferðaþjónustu landsins. Strætó í lamasessi Staðan er hins vegar sú að allt sem viðkemur Strætó og ferðum milli flugvallarins og höfuðborgarinnar er í hálfgerðum lamasessi. Upplýsingar og merkingar um aðgengi að strætisvögnum eru af mjög skornum skammti í flugstöðinni. Strætisvagnastöðin er fjarri flugstöðvarbyggingunni og hvorki aðgengileg né augljós. Ferðum Strætó er svo þannig háttað að engan veginn er hægt að treysta á að komast í eða úr flugi, sem oftar en ekki er að nóttu eða mjög snemma morguns. Leiðirnar ganga ekki einu sinni alltaf alla leið til Reykjavíkur. Vegagerðin hefur þá ábyrgð að stuðla að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum alþenningssamgöngum milli staða á landsbyggðinni. Það getur varla staðist að Keflavíkurflugvöllur falli ekki undir þá skilgreiningu. Hér á einfaldlega að vera hægt að komast út á flugvöll á öruggan, sjálfbæran, hagkvæman og greiðan hátt. Spurningar mínar til ráðherra lúta að ýmsum þáttum sem koma þessu við. Ég held við eigum að velta þeim upp, skoða hvað kemur í veg fyrir að þetta kerfi virki, og laga þetta. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun