Rússar reyna að fá hernaðarstuðning frá Kína Heimir Már Pétursson skrifar 21. mars 2023 19:41 Þeir brosa sínu breiðasta Xi Jingping forseti Kína og Vladimir Putin forseti Rússlands. En hagsmunir þeirra eru í raun um margt ólíkur. Xi vill tryggja belti og braut með samgöngum í gegnum Rússland en Putin þarf fyrst og fremst á hernaðaraðstoð að halda. AP/Mikhail Tereshchenko Forsetar Kína og Rússlands hafa talað almennt um að efla samskipti þjóðanna á fundi símum í Moskvu í dag en ekkert hefur komið fram um hernaðaraðstoð. Rússar eru mun háðari Kína en áður á ýmsum sviðum vegna refsiaðgerða Vesturlanda. Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Xi Jinping sem nýlega tryggði sér þriðja kjörtímabilið í embætti forseta Kína kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Rússlands í gær. Nú þegar Rússar eiga fáa volduga vini skipta samskiptin við Kína meira máli en nokkru sinni fyrr en ólíkt því sem oftast var á áratugum áður er Kína sterkari aðilinn í þessum samskiptum. Rússar flytja þessa dagana út olíu og gas til Kína á mun lægra verði en þeir fengu áður fyrir þessa orkugjafa í Evrópu. Í morgun fundaði Xi fyrst með Mikhail Mishustin forsætisráðherra Rússlands sem var hástemmdur í yfirlýsingum um hlutverk þjóðanna í alþjóðasamfélaginu. „Samband okkar er betra en nokkru sinni fyrr í aldagamalli sögu okkar og það hefur áhrif á mótun alþjóðlegra stefnumála með rökréttri margpólun,“ sagði Mishustin og vísaði þar til þeirrar kalda stríðs heimssýnar Putins um að veröldinni væri stjórnað af nokkrum megin pólum þar sem Rússland væri einn póllinn. Xi Jingping hefur boðið Putin að koma á þriðju fjölþjóðaráðstefnu Kínverja um belti og braut síðar á þessu ári.AP/Alexey Maishev Xi lagði hins vegar áherslu á að hann hefði boðið Putin til að sækja síðar á þessu ári þriðja fjölþjóðafund Kínverja um belti og braut áætlun þeirra sem gengur út á að styrkja samgöngur Kína á landi í loft og á sjó. Þar leggur Xi áherslu álestarsamgöngur í gegnum Rússland og siglingarleiðina norður fyrir Rússland sem og hafnaraðstöðu. „Á meðan á heimsókn minni stendur munum við Pútín forseti fara ítarlega yfir þann árangur sem náðst hefur með þróun tvíhliða sambands okkar. Við munum einnig yfirfara áætlanir um samvinnu okkar í framtíðinni,“ sagði Xi. Samskipti Rússa og Kínverja allt frá kínversku byktingunni árið 1949 hefur verið upp og ofan en lengst af voru Sovétríkin sterkari aðilinn. Nú eru Kínverjar hins vegar mun voldugri en Rússar.AP/Grigory Sysoyev Leiðtogarnir sjálfir mættust síðan eftir dramtíska göngu í átt til hvors annars í miklum salarkynnum Kremlar. Enn sem komið er hefur hins vegar ekkert komið fram um það sem Putin þráir mest; hernaðarlegan stuðning Kínverja við blóðuga innrás Putins í fullvalda og sjálfstæða Úkraínu. Putin sagði Xi að Rússa hefðu skoðað friðartillögur Kínverja varðandi Úkraínu vandlega. Valdimir Putin segir Rússa taka friðartillögur Kína vegna stríðsins í Úkraínu mjög alvarlega.AP/Sergei Karpukhin „Við vitum að þú gengur út frá meginreglunni um réttlæti og virðingu við grunnákvæði alþjóðalaga um órjúfanlegt öryggi fyrir öll ríki,“ sagði Putin. Rússar bæru mikla virðingu fyrir friðarumleitunum Kínverja. En svo kom lýsingin á því hlutverki sem Putin sér Rússa gegna í alþjóðakerfinu. „Almennt stuðla samskipti okkar á alþjóðavettvangi auðvitað að því að styrkja grunnreglur um skipan mála í heiminum og margpólun,“ sagði Vladimir Putin.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Kína Tengdar fréttir Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57 Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26 Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Stóra spurningin hvort kínversk stjórnvöld muni selja Rússum vopn Forsetar Kína og Rússlands segjast hafa áþekk markmið og vilja dýpka samvinnu sín á milli. Forsetarnir munu funda áfram í Rússlandi í dag, meðal annars um stríðið í Úkraínu. Prófessor í stjórnmálafræði segir stóru spurninguna vera hvort kínversk stjórnvöld muni ákveða selja Rússum vopn. 21. mars 2023 12:57
Funduðu í fjóra og hálfan tíma Xi Jinping og Vladimír Pútín, forsetar Kína og Rússlands og tveir valdamestu einvaldar heimsins, ræddu saman í einrúmi í fjóra og hálfan tíma eftir að Xi lenti í Moskvu í gær. Fyrir fundinn í gær lofuðu forsetarnir vinasamband ríkjanna tveggja og hvorn annan. 21. mars 2023 10:26
Xi lentur í Moskvu Xi Jinping, forseti Kína, er lentur í Moskvu. Hann mun eiga óformlegan fund með Vladimir Pútín Rússlandsforseta í dag og í kvöld munu þeir snæða saman kvöldverð. 20. mars 2023 11:14